Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
20.3.2009 | 14:41
Bónus fjarlægist uppruna sinn
Ég fór í Bónus í dag sem er svo ekki frásögur færandi. Mér blöskrar eins og öllum neytendum hvað verðið hefur verið að hækka en matarkassinn kostaði mig 8.300 krónur. Þarna var ekkert kjöt en reyndar álegg og ostur sem er að verða einhvers konar lúxusvara.
Ég velti því aðeins fyrir mér hvernig matvöruverslanir eru reknar. Eru þær reknar fyrir almenning eða fyrir fyrirtækin eins og Haga? Bónusbúðin í Smáratorgi er komin svo langt frá uppruna verslanakeðjunnar, bæði hvað snertir vöruúrval og rekstrarkostnað. Starfsmenn voru allt of margir í búðinni í dag sem sannast auðvitað best þegar maður þarf ekkert að bíða á kassa. Sennilega er opnunartími líka ansi rúmur og vöruúrvalið orðið allt of mikið sem skilar sér í minni framlegð.
Í síðustu viku opnaði 27. Bónusverslunin við Korputorg og bættust þar með fleiri þúsund fermetrar við matvörumarkaðinn. Þetta var eflaust gert af illri nauðsyn: Hagar höfðu gert samning við leigusala áður en hagkerfið hrundi undir þeim formerkjum íslenskra fyrirtækja að ytri vöxtur hlyti að vera betri en innri vöxtur. Þegar á hólminn var komið varð Bónus að efna samninginn. Hins vegar hlýtur maður að spyrja sig hvernig getur enn ein risa Bónusverslunin lækkað matvöruverð til neytenda?
Ég er ekki frá því að veruleg tækifæri leynist á lágvöruenda matvörumarkaðarins fyrir menn og fyrirtæki eins og Jón Gerald, Fjarðarkaup o.fl. Í kreppunni hlýtur krafan að verða sú að matvöruverð lækki og það verður ekki gert með óþarfa yfirbyggingu og miklum kostnaði.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.3.2009 | 21:48
Michael Lewis er enginn api
Ekki ætla ég að blanda mér í þær deilur um hvort Íslendingar séu hálfvitar. Það má vel vera. Hins vegar veit ég eitt fyrir víst að Michael Lewis er áhugaverður rithöfundur fyrir þá sem hafa gaman af viðskiptum og fjármálum. Hann skrifaði m.a. Liar´s Poker sem lýsir menningunni á Wall Street á 9. áratugnum. Ég hef verið að lesa "The Money Culture" sem er greinasafn frá 9. og öndverðum 10. áratugnum þar sem Lewis segir frá hruninu, vitfirringunni, "junk" skuldabréfunum og skuldsettu yfirtökunum á Wall Street. Jafnframt lýsir hann skemmtilega frá því hvernig amerísk fjárfestingabankastarfsemi sölsaði undir sig Bretland, Frakkland og Japan. Sjálfur var Lewis starfsmaður hjá Salomon Brothers og skrifaði um reynslu sína um helgar og á kvöldin.
Rauði þráðurinn er sá að sagan muni endurtaka sig, enda sé áhættusöm bankastarfsemi jafnan skrefi á undan lögum og reglum. Verður ekki annað sagt en að Lewis hafi reynst sannspár.
Ein greinin fjallar um hvernig American Express tók bandaríska smásala í bakaríið með fáranlegum færslugjöldum og löngum greiðslufresti. Ég get ekki betur séð en að sagan sé að endurtaka sig á Íslandi - bara 20 árum síðar.
![]() |
Íslendingar engir hálfvitar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 10:21
Plástur á gapandi sár
Þessi vaxtalækkun skilar litlu sem engu fyrir atvinnulífið sem er á góðri leið með að blæða út. Stýrivextir eru enn þá töluvert hærri en þeir voru við hrun bankanna og síðan þá hefur hagkerfið skroppið hressilega saman. Vandinn er auðvitað sá að hér er ekkert lengur efnahagslegt sjálfstæði og varla pólitískt þar sem forstjóri AGS virðist vera nokkuð upptekinn að fylgjast með stjórnmálaþróun hérlendis. Og hvernig búast menn við bata þegar læknirinn kemur ekki auga á kvillana?
![]() |
Stýrivextir lækkaðir í 17% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 20:34
Fjöreggið metið á 7 milljarða króna
Styrmir Gunnarsson hefur kallað Icelandair fjöregg þjóðarinnar og taldi Hannes Smárason vera óæskilegan eiganda að félaginu. Nú stendur markaðsverðmæti Icelandair Group í sjö milljörðum króna og hefur því fallið um tæp 75% frá því að FL Group seldi félagið síðla árs 2006 með 26 milljarða króna söluhagnaði. Stærstu hluthafar í Icelandair skuldsettu sig við kaupin á fyrirtækinu og er því ljóst að lánardrottnar (ríkið) eiga félagið meira og minna.
![]() |
Icelandair lækkar um 40,8% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 17:01
Hvað segir Jóhanna nú?
Shell ætlar að greiða út aukinn arð þrátt fyrir að hagnaður félagsins hafi dregist saman á milli áranna 2007 og 2008 og starfsmönnum hafi fækkað um tvö þúsund talsins á milli ára. Hvað skyldu Jóhanna og félagar hennar í verkalýðshreyfingunni og á fjölmiðlunum segja nú?
Það liggur fyrir að samkvæmt tillögu stjórnar HB Granda munu arðgreiðslur dragast saman um þriðjung á milli ára. Hluthafar munu fá 8% arð af hlutafé sínu sem getur varla talist ásættanlegt í því vaxtaumhverfi sem við búum við. Á sama tíma hefur fyrirtækið lagt kapp á að halda uppi fullri atvinnu í fiskiðjuverum sínum. Þessi umræða í heild er ákveðið áhyggjuefni því það virðist vera orðið algjört bannorð að fyrirtæki greiði út arð því þá telja margir að fjármagnseigendur séu að stela frá almenningi! Hins vegar er eðlilegt að innlánseigendur og eigendur peningamarkaðsbréfa fái sína vexti og jafnvel bætur fyrir að taka áhættu.
Í stað þess að rausa um siðleysi ættu Jóhanna og aðrir stjórnmálamenn að líta í eigin barm og spyrja hvað hefur verið gert til að lina þjáningar atvinnulífsins á undanförnum mánuðum? Hér getur m.a. að líta það litla sem gert hefur verið.
Einhliða umræða um arðgreiðslur HB Granda er ódýrt lýðskrum og kosningahjal.
![]() |
Shell greiðir arð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2009 | 17:08
Óheppileg tengsl
Tengsl eigenda Logosar lögmannsstofu við Baug Group eru óheppileg í alla staði og hreint furðulegt að skiptastjóri Baugs Group skuli vera tilnefndur úr herbúðum þessarar lögmannsstofu. Á það skal m.a. bent að Gunnar Sturluson, framkvæmdastjóri Logos, var hluthafi í fjárfestingarfélaginu Elliðahamar sem átti hlut í FL Group. Gunnar var jafnframt stjórnarmaður í Oddaflugi, fjárfestingafélagi Hannesar Smárasonar, sem var stærsti hluthafinn í FL Group um langt skeið. Gott ef Gunnar var ekki einhvern tíma fundarstjóri á hluthafafundum FL Group.
Tengsl Baugs og FL Group (Stoða) eru óumdeild, enda réði Baugur þar lögum og lofum. Í árslok 2007 lét Baugur FL Group kaupa fasteignir og hlutabréf í fasteignafélögum fyrir 53,8 milljarða króna í skiptum fyrir ný hlutabréf í FL. Þetta voru viðskipti sem voru tvímælalaust hagstæð fyrir Baug Group á þeim tíma.
![]() |
Baugur tekinn til gjaldþrotaskipta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 22:24
Arður dregst saman á milli ára
Ég vildi ekki vera eigandi í HB Granda. Staðreyndin er sú að 8% arðgreiðsla í því vaxtaumhverfi sem við búum við er algjörlega óásættanleg ávöxtun. Hluthafar í HB Granda geta kannski prísað sig sæla með að hlutabréfin þeirra séu einhvers virði. Það er meira en sagt verður um hlutabréfaeigendur í bönkum og fjárfestingarfélögum.
Staðreyndin er sú að samkvæmt tillögu stjórnar lækkar arðgreiðsla á milli ára um þriðjung, úr 12% í 8%, þrátt fyrir að hagnaður aukist á milli ára. Ég bara get ekki skilið þessi sjónarmið verkalýðsforkólfsins.
![]() |
Arðgreiðsla móðgun við fiskvinnslufólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2009 | 23:41
Ríkið í eigendahópi olíufélaga
Markaður Fréttablaðsins segir frá því að ríkisbankinn Íslandsbanki eigi 49% hlut í Skeljungi. Sem kunnugt er sölutryggði gamli Glitnir eignarhlut Pálma í Fons í Skeljungi, en Pálmi var einmitt stór hluthafi í FL Group, stærsta eiganda Glitnis. Eignarhlutur ríkisins er aldeilis forvitnilegur í ljósi þeirrar umræðu um að olíufélögin hafi verið að hækka álagningu sína á síðustu mánuðum; nú síðast frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Jafnframt hlýtur það að vera erfitt fyrir andstæðinga Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins að skella skuldinni alfarið á gamla kolkrabbann í N1 þegar ríkið tekur meðvitað þátt í hækkun álagningar eldsneytis.
Nú væri gaman að vita hvernig eignarhaldið stendur á OLÍS? Ætli félagið sé enn í eigu stjórnenda eða komið í hendur bankanna að hluta til?
10.3.2009 | 10:30
Nóg af ástarbréfum í Seðlabankanum
![]() |
Ástarbréf óskast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2009 | 13:31
Straumur bjó við viðvarandi lausafjárþurrð
Auðvitað er ljóst að þessi eini gjalddagi var ekki að fella Straum. Miklu stærri gjalddagar biðu Straums á næstu mánuðum, nú í vor og á næsta ári, og var ljóst að miðað við núverandi markaðsaðstæður var reksturinn ekki að búa til það lausafé sem á þurfti. Þrátt fyrir ásættanlegt eiginfjárhlutfall sat bankinn á miklum eignum sem skapa ekki tekjur og eru jafnvel ekki seljanlegar á ásættanlegu verði, t.a.m. Actavis. Og væntanlega verður brunaútsala á eignum Straums.
En það er afar sorglegt að þetta skuli hafa farið svona. Gríðarleg verðmæti hluthafa og kröfuhafa að fara í súginn og framtíð fjölmarga starfsmanna í uppnámi.
![]() |
Gylfi: Fleira kom til hjá Straumi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |