Bónus fjarlægist uppruna sinn

Ég fór í Bónus í dag sem er svo ekki frásögur færandi. Mér blöskrar eins og öllum neytendum hvað verðið hefur verið að hækka en matarkassinn kostaði mig 8.300 krónur. Þarna var ekkert kjöt en reyndar álegg og ostur sem er að verða einhvers konar lúxusvara.

Ég velti því aðeins fyrir mér hvernig matvöruverslanir eru reknar. Eru þær reknar fyrir almenning eða fyrir fyrirtækin eins og Haga? Bónusbúðin í Smáratorgi er komin svo langt frá uppruna verslanakeðjunnar, bæði hvað snertir vöruúrval og rekstrarkostnað. Starfsmenn voru allt of margir í búðinni í dag sem sannast auðvitað best þegar maður þarf ekkert að bíða á kassa. Sennilega er opnunartími líka ansi rúmur og vöruúrvalið orðið allt of mikið sem skilar sér í minni framlegð.

Í síðustu viku opnaði 27. Bónusverslunin við Korputorg og bættust þar með fleiri þúsund fermetrar við matvörumarkaðinn. Þetta var eflaust gert af illri nauðsyn: Hagar höfðu gert samning við leigusala áður en hagkerfið hrundi undir þeim formerkjum íslenskra fyrirtækja að ytri vöxtur hlyti að vera betri en innri vöxtur. Þegar á hólminn var komið varð Bónus að efna samninginn. Hins vegar hlýtur maður að spyrja sig hvernig getur enn ein risa Bónusverslunin lækkað matvöruverð til neytenda?

Ég er ekki frá því að veruleg tækifæri leynist á lágvöruenda matvörumarkaðarins fyrir menn og fyrirtæki eins og Jón Gerald, Fjarðarkaup o.fl. Í kreppunni hlýtur krafan að verða sú að matvöruverð lækki og það verður ekki gert með óþarfa yfirbyggingu og miklum kostnaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Alveg sammála þér Eggert

Það er ótrúlegt hvað Bónus er búinn að flytjast langt frá því að vera lágvörubúð opin 13-18 á virkum dögum og 10-15 um helgar. Innvolsið nánast allt á brettum og 10 mínútna bið á kassa. Málið er að almenningur hefur ekki efni á að borga aukalega fyrir viðbótar starfsfólk eða uppröðun í fínar hillur. Almenningur hefur efni á því að bíða í 10 mínútur á kassa því að það gæti verið dágott tímakaup í því með lækkuðu vöruverði.

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Ragnar Björnsson, 21.3.2009 kl. 11:51

2 identicon

Merkilegt að þú skulir taka álegg og ost sem dæmi um skort á samkeppni í smásölu í ljósi þess að báðar þessar vörur eru seldar af framleiðendum sem búa við víðtæka tollavernd og í tilviki osta er um hreina og klára einokun á heilsölustiginu að ræða. Það eru framleiðendur sem hækka þessar vörur og þær eru seldar með lágmarksálagningu í Bónus.

Eina leiðin til að lækka verð á matvöru á Íslandi er að afnema þær hroðalega viðskiptahindranir sem eru innflutningi. Fákeppnisástandið á smásölustiginu er langt frá því að stóra vandamálið og það breytist ekki meðan það búa ekki nema 300.000 manns hér.

Dud (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Mig minnir að í skólanum í gamla daga hafi þetta verið kallað "Smásöluhjólið".  Það er þegar verslun byrjar með litla þjónustu og lágt verð og skítur sér þannig undir markaðinn.  Síðan eykur hún alltaf og eykur þjónustuna sem tilheyrandi kostnaði sem leggst á vöruverðið og að lokum er búið að myndast pláss fyrir nýja verslun að skjóta sér undir þá sem fyrir er og svo koll af kolli.  Athyglisvert að sjá þetta gerast svona í beinni.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.3.2009 kl. 22:59

4 identicon

Sammála þér í mörgu.. En

Af hverju að versla við þá ennþá ? Þessir aðilar eru þeir sem hafa valdið hvað mestum skaða í fjármálakerfinu ! Nú síðast felldu þeir SPRON !

Óýr innkaupakarfa segja sumir. En erum við ekki bara að spara aurinn og henda krónuni með því að versla við þessa menn !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:26

5 identicon

Þegar Bónus opnaði í Kringluni var tími Bónus sem lágvöruverðsverslun horfin. Bónus reyndi að ýta útaf öllu sem heitir samkeppni, það sem heldur verðinu niðri er þessi svokallaða "samkeppni" sem Krónan veitir.

Nei Bónu hvarf frá uppruna sínum um leið og þeir sameinuðust Hagkaup.

Hannes (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 00:02

6 identicon

Ég verð bara að viðurkenna það að ég vil bónus burt

Þetta helvíti er búið að mergsjúga okkur um þúsundir milljarða í gegnum árin.

Rústa hundruðum af Íslenskum framleiðendum með því að þvinga niður verð á matvælum á okkar kostnað nú. Við sitjum uppi með þvingunarlækkunina.

Þetta er bara glæpalýður, sem hefur makað krókinn á kostnað Íslands.

Opnum markaði kæra fólk, með matvæli og afurðir bænda og fiskimanna þessa lands

og látum sjá hvort ekki næst samkomulag um einhver skipti, án bónus.

Höskuldur Davíðsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 00:11

7 Smámynd: Bjarni Benedikt Gunnarsson

Bónus hefur það fínt, enda taka þeir alla sína byrgja hreðjataki og neita að versla við þá ef byrginn býður þeim ekki alltaf mun lægra verð en nokkrum öðrum. Byrginn á ekki annarra kosta völ til þess að geta verið með því Bónus er svo stór og í staðinn hækkar byrginn álagninguna á alla aðra til að hafa eitthvað útúr rekstrinum. Það er ekki heilbrigt að það sé ódýrara fyrir litlar sjoppur að versla inn í Bónus en hjá heildsölum, en svoleiðis er það mjög oft og sýnir bara hvernig málin standa.

En þú sem kallar þig Dud, langar að benda þér á þessar tölur hagstofunnar frá því í lok árs 2008, þar sem það eina sem lækkaði í verði á síðasta ári er innlend framleiðsla.Er það líka þessum hroðalegu viðskiptahindrunum að kenna? Það hefði nú líka verið gott að vera búinn að leggja niður innlendan landbúnað áður en kreppan skall á, þá hefðum við getað keypt meiri mat fyrir gjaldeyrisvaraforðann og mikið hefði nú verið gott að losna við hann! http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/25/pasta_haekkadi_um_100_prosent_a_arinu/

Bjarni Benedikt Gunnarsson, 25.3.2009 kl. 08:56

8 Smámynd: Rúnar B

Sammála Bjarna, þó við borgum Íslenskum framleiðendum of mikið fyrir vörur vegna tollverndar þá er það samt ódýrara en að henda gjaldeyrinum úr landi

Rúnar B, 25.3.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband