Krafa um eðlilega ávöxtun

Í mínum huga er það sjálfsagt mál að lífeyrissjóðir komi að því að verja velferðarkerfið svo framarlega sem að sjóðirnir fái ásættanlegt endurgjald af sínu lánsfé. Það hlýtur að vera eðlileg krafa af hálfu eigenda sjóðanna - sjóðsfélaga - og forsvarsmanna þeirra sem enn stýra öllu. Kannski er það ekkert verri kostur en að koma að óljósri uppbyggingu atvinnulífsins.

Nú er sótt að lífeyrissjóðum úr öllum áttum. Brennt barnið forðast eldinn, enda var síðasta ár það skelfilegasta í sögu þjóðanna. Á sama tíma og eðlilegt er sjóðirnir velti fjárfestingarkostum gaumgæfilega fyrir sér er hættan líka sú að áhættufælni forsvarsmanna lífeyrissjóðanna verði svipuð og hefur viðgengist í bankakerfinu undanfarna mánuði.


mbl.is Lífeyrissjóðir láni í velferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband