Jákvætt fyrir stofnfjáreigendur

Með vísun FME á Exeter Holdings-máli til sérstaks saksóknara er tekið stórt skref í þá átt að fá skorið úr um hvort fyrrverandi stjórnendur Byrs hafi misnotað sjóði sparisjóðsins í eigin þágu. Fyrir dómskerfinu liggur nú fyrir mál Vilhjálms Bjarnasonar, fyrrverandi hluthafa í Glitnis, gegn þáverandi stjórnendum bankans en Vilhjálmur telur að með starfslokasamningum við Bjarna Ármannsson, sem fólu m.a. í sér kaup á bréfum í eigu Bjarna á yfirverði, hafi hluthöfum í bankanum verið mismunað. Að sumu leyti eru þessi mál keimlík; stjórn lánaði Exeter Holdings fjármuni til þess að kaupa bréf af stjórnarmönnum í Byr og MP banka, sem hafði leyst til sín hluti stjórnenda með veðkalli, á yfirverði, eða síðasta verði sem var á stofnfjármarkaði í ágúst 2008. Þau viðskipti endurspegluðu á engan hátt verðmæti stofnfjár við hrun íslenska bankakerfisins.

Í lögum um hlutafélög segir:

76. gr. Félagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.

Þetta var þó ekki hægt fyrr en að stofnfjáreigandi keypti Exeter Holdings að sparisjóðurinn gat veitt upplýsingar um málefni félagsins. Já, það er hægt að finna leiðir fram hjá bankaleyndinni!


mbl.is Lán Byrs til Exeter kært til sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband