Þögn Haga

Endurfjármögnun Haga mun væntanlega þýða félagið hættir að öllum líkindum að birta opinberlega ársreikninga og árshlutareikninga þar sem félagið hefur ekki lengur skráða skuldabréfaflokka á markaði. En það skiptir kannski ekki máli þegar fjöldamörg fyrirtæki, líkt og Hagar, komast nú orðið upp með að skila ekki inn reikningum sínum.

En af hverju er þessi þögn? Hvað er það í ársreikningi Haga fyrir rekstrárið 2008/09 sem þolir ekki dagsins ljós? Af hverju forðast stærsta verslunarfyrirtæki landsins, sem er með 50-60% markaðshlutdeild á matvörumarkaði, að birta sínar tölur? Hvað hefur Jóhannes í Bónus, stjórnarformaður Haga, sem segir að neytendur hafi byggt upp Bónus, að fela?


mbl.is Endurfjármögnun Haga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða erindi á ársreikningur einkahlutafélags fyrir augu almennings?

Ekki birtir þú skattaskýrsluna þína opinberlega.  Ekki ég heldur.

Einnig má spyrja, hvað er það sem þarf að koma í ljós?

Er ljótt að reka fyrirtæki?  Er slæmt að hagnast/tapa?

Hvað er það sem þú vilt sjá?

Neytandi (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ég spurði Samspillinguna og þeir sögðu mér að Baugur væri til fyrirmyndar..!  Þeir spurðu mig ítrekað: "...Jakob sér þú ekki geislaBAUGINN????"  Ég held að Baldur Brjánsson töframaður gæti ekki galdrað fram annað eins og þessi baugsfjölskylda, en fjölmiðlar mætu birta LISTA yfir alla þá stjórnmálamenn & FL-okka sem fengur styrki frá þessu liði - tær snild að hafa rétta fólkið í vasanum - tær snild..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 20.10.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Eggert Þór Aðalsteinsson

Ársreikningar allra hlutafélaga eru opinber gögn ef svo má segja - aðgengileg hjá ársreikningaskrá gegn gjaldi. Þau fyrirtæki, sem hafa skráð hlutabréf eða skuldabréfaflokka í kauphöll, hafa gengist undir skuldbindingar um að birta opinberlega ársuppgjör, sex mánaða uppgjör eða jafnvel ársfjórðungsuppgjör. Allir neytendur ættu að hafa áhuga á því að skoða reikninga stærsta smásölufyrirtækis landsins til að kynna sér rekstur þess, skuldsetningu, álagningu, framlegð osfrv. Þess vegna spyr maður sig af hverju Hagar forðast það eins og heitan eldinn að birta þessar tölur.

Eggert Þór Aðalsteinsson, 20.10.2009 kl. 23:05

4 identicon

"Neytandi": Einkahlutafélög (og hlutafélög) njóta ýmissa forréttinda sem almennir skattborgarar njóta ekki. T.d. þeirra helst að að eigendur þeirra eru ekki PERSÓNULEGA ÁBYRGIR fyrir skuldbindingum þeirra, nokkuð sem þeir nýta sér óspart.

Iris Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 23:37

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þjóðfélagið er allt komið í sama gamla kúgunargírinn og þetta er auðvitað ein birtingarmynd þess. Sakna þess að lesa þig ekki oftar en maður les Mbl.is sjaldan núorðið.

Einar Guðjónsson, 21.10.2009 kl. 00:27

6 identicon

Þú spyrð eins og kjáni... hvað hafa þeir að fela.... uhhh.. allt!

BjarniG (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 01:27

7 identicon

Neytandi 20.10.2009 kl. 22:25

 Ekki birtir þú skattaskýrsluna þína opinberlega.  Ekki ég heldur.

***

ríkið sér um það fyrir þig. Þurfum við að ræða það eitthvað?

BjarniG (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband