Vestia færir út kvíarnar

Eftir að Vestia, eignarhaldsfélag Landsbankans, tók yfir Húsasmiðjuna fyrir nokkrum vikum hefur Húsasmiðjan verið í markaðssókn. Það vakti t.d. athygli þegar fyrirtækið auglýsti "tax-free" dag mánuði fyrir jól en mig grunar að forsvarsmönnum BYKO hafi fallið allur ketill í eld þegar á sjálfri messu Þorláks, stærsta verslunardag ársins, var boðið upp á annan "tax-free" dag í Húsasmiðjunni.

Hér er ekki verið halda því fram að eigendur þessarar einnar stærstu verslanakeðju landsins eigi ekki að verja þau verðmæti sem þeir hafa í höndunum; einungis verið að benda á að með aðkomu Vestia var nýtt hlutafé lagt inn í reksturinn, stórsókn hafinn á markaði með verðlækkunum sem hlýtur að hafa bitnað á keppinautunum en tryggði nægt lausafé.

Vestia hefur ekki aðeins leyst Húsasmiðjuna til sín. Plastprent, annað rótgróið fyrirtæki, er nú að stærstum hluta komið í hendur Vestia en það var áður í eigu Pálma í Fons.


mbl.is Forstjóraskipti í Húsasmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"stórsókn hafinn á markaði með verðlækkunum sem hlýtur að hafa bitnað á keppinautunum".

Húsasmiðjan hækkaði allt styrkleikaflokkað timbur ásamt smíðavið um 15% á þorlákssmessu og einnig mótavið og lagnaefni um 7% sama dag. Eftir bankahrun lækkaði Húsasmiðjan hins vegar alla fasta afslætti á reikningsviðskiptum hjá viðskiptavinum um 5%.   Er þetta stórsókn með verðlækkunum?????????    Ja þá kann ég ekki að reikna.

kv.

Guðm. Sal.

Guðmundur Salómonsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 17:26

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held reyndar að Vestia sé að sýna að þeir séu að gera eitthvað. Í dag réðu þeir enn einn vin sinn  til að stjórna fyrirtækinu. Eftir að hafa ráðið fyrrum kollega úr bönkunum í Teymi, Vodafone etc.

Hugmyndin er svo að selja sjálfum sér og vinum sýnum fyrirtækin eftir afskriftir. 

Einar Guðjónsson, 12.1.2010 kl. 18:29

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta lítur grunsamlega út og skrýtið ef þessir vanhæfur og spilltu viðskiptasóðar í  Vestia fá að vaða svona uppi.

Guðmundur Pétursson, 13.1.2010 kl. 00:14

4 Smámynd: corvus corax

Og allt er þetta í boði Steingríms Joð sem ætlaði sko að taka duglega til hendinni í spillingunni eftir sjallana ...hann bara gleymdi að segja okkur að tiltektin fælist í að efla spillinguna.

corvus corax, 13.1.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband