Hvernig bregst Steingrímur við?

Skattkerfisbreytingar, sem gerðar voru um áramótin, eru dæmi um slægleg vinnubrögð af hálfu ríkisvaldsins, enda gerðar í það miklum flýti að þær settu áætlanir fyrirtækja í uppnám. Virðisaukaskattsbreytingar, sem tilkynntar voru fáeinum dögum fyrir áramót, hafa kostað fyrirtæki fjármuni og tíma. Tölum ekki um tryggingagjaldið sem hefur hækkað um 60% á fáeinum mánuðum. Nú kemur í ljós að rekstrarformum fyrirtækja og félaga er mismunað vegna mismunandi skattlagningar innan þeirra og ef marka má orð Völu Valtýsdóttur gengur orðalag reglugerð mögulega framar lögum.

Nú verður gaman að sjá viðbrögð stjórnvalda. Miðað við hugsunarháttinn hljóta þau að ráðast næst á samlags- og sameignarfélögin og færa skattlagningu þeirra í átt til einkahlutafélaga.


mbl.is Fyrirtækjum mismunað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já menn fara mikinn í jafnræðisreglunni en munurinn á EHF og SLF er mikill í lagalegum skilningi hvað varða ábyrgð svo þetta eru ekki jafnræð félagsform.

Þú rekur ekki áhætturekstur á SLF formi.

Einyrkjar sem hafa bara vinnu sína í fyrirtæki og einfæld verkfæri með lágmarks fjárfestingarkosnaði hentar Slf formið enda eru ALLAR persónulegar eignir þeirra í uppnámi ef gengið er að Sfl fyrirtækinu.

Gísli Ingvarsson, 12.1.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband