Misstum af veislunni

Á sama tíma og áhættusækni á erlendum hlutabréfamörkuðum hefur ekki verið meiri í langan tíma hefur áhættufælni sennilega aldrei verið meiri hérlendis eftir að forsetinn synjaði ICESAVE-lögum staðfestingar. Hér er enginn hlutabréfamarkaður fyrir utan eitt fyrirtæki - Össur (og kannski Marel). Og fjárfestar hafa verið að herja verulega á verðtryggða pappíra upp á síðkastið og peningafjallið í bönkunum er sagt hækka og hækka á lúsarvöxtum. Vegna gjaldeyrishafta hafa Íslendingar ekki getað notið hækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum nema að takmörkuðu leyti.

Forstjóri Kauphallarinnar hefur sagt að árið 2010 skipti sköpum varðandi endurreisn hlutabréfamarkaðarins með skráningu allt að fimmtán nýrra fyrirtækja. Sannast sagna þá er erfitt að sjá það gerast miðað við þá stöðu sem við erum í dag og þau höft sem ríkja á íslenskum fjármálamarkaði. Auðvitað er það sorgleg staða að fjárfestar skuli hvorki hafa möguleika til kaupa innlend eða erlend hlutabréf á tímum sem þessum.


mbl.is Mikil áhættusækni á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband