Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
5.6.2009 | 09:13
Samvinna við "versta fyrirtæki" í heimi
Þar kom að því sem forsvarsmenn Billiton höfðu lengi þráð; samvinna eða samruni við Rio Tinto, sem Andri Snær kallaði versta fyrirtæki í heimi, hefur lengið legið á teikniborði stjórnenda BHP og stefndu þeir í eitt ár að fjandsamlegri yfirtöku á Rio í óþökk Tom Albanese, fyrrum forstjóra þess félags. Hætt var við þá yfirtöku í fyrra vegna aðstæðna á heimsmörkuðum. Rio er afar skuldsett fyrirtæki eftir gríðarlegan vöxt á áratugnum sem er að líða en fyrirtækið eignaðist meðal annars Alcan sem rekur álbræðslu í Straumsvík.
Fyrir tveimur árum, þegar Rio Tinto yfirtók Alcan, lýsti þáverandi iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson því yfir að við hefðum ekkert við fyrirtækið að gera, eins og kom fram í viðtali við hann í fjölmiðlum. ""Satt að segja er reynsla íslenskra stjórnvalda af Rio Tinto ekki góð," sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, í samtali við Vísi. Þeir áttu í viðræðum við stjórnvöld fyrir mörgum árum um byggingu kísilmálmverkssmiðju á Reyðarfirði. Bæði heimamenn og stjórnvöld höfðu búið sig undir þetta en þá hættu þeir við.""
Margt hefur breyst frá árinu 2007. Ætli skoðun Össurar á Rio hafi eitthvað breyst á þeim tveimur árum sem liðin eru?
![]() |
Rio Tinto og BHP Billiton gera samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2009 | 11:23
Einstakt fyrirtæki
Íslensk verðbréf á Akureyri er gott dæmi um vel heppnað fyrirtæki sem hefur þjónað samfélaginu vel og skilað eigendum góðum arði. Þetta gamalgróna eignastýringarfyrirtæki hefur skilað stöðugum hagnaði á síðustu árum, þar á meðal á síðasta ári þegar fjármálakerfið hrundi. Verður ekki betur séð út ársreikningi Byrs, sem er stærsti hluthafinn í ÍV, að hagnaður ÍV hafi numið um 246 milljónum króna.
Styrkur ÍV hefur vafalaust legið í því að fyrirtækið hefur verið óháð hagsmunum stærri aðila á markaðnum. Þar sem fyrirtækið er einungis að annast verðbréfaþjónustu og sjóðastýringu fyrir viðskiptavini, en er ekki í eigin viðskiptum, liggur lítið fjármagn í rekstrinum. Í viðtali við Markaðinn árið 2007 sagði Sævar Helgason, framkvæmdastjóri ÍV, að nær allur hagnaður fyrirtækisins væri greiddur út til hluthafa.
![]() |
Kaupa hlut í Íslenskum verðbréfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2009 | 10:26
Of margar verslanir á Íslandi
Það er rétt hjá Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, að verslunareigendur sem selja innfluttar vörur geti ekki velt gengislækkun krónunnar út í verðlagið. En vandi íslenskrar verslunar er þó ekki síður heimatilbúinn. Eitt stærsta vandamál verslunarinnar er gríðarleg yfirbygging. Ég áætla að frá því að Smáralind var tekin í notkun árið 2001 hafi a.m.k. ríflega 240 þúsund fermetrar af verslunarhúsnæði bæst við á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. um að ræða stór verslunarrrými við Vesturlandsveginn eins og Korputorg og Bauhaus, Kauptúnið í Garðabæ, Lindir og Smáratorg og viðbætur við Holtagarða og Glæsibæ.
Á meðan krónan var sterk var lítil krafa gerð í verslun um innri vöxt og ásættanlega framlegð; allt snerist um ytri vöxt, þ.e. að bæta við nýjum og nýjum verslunum til þess auka veltu. Þarf ekki annað en að skoða ársreikninga Haga og N1 til þess að sjá hvernig umsvif stórra fyrirtækja jukust frá ári til árs. Það er alveg ljóst að verslanir eru of margar í þessu 320 þúsund manna landi, hvort sem um er að ræða sérvöru eða matvöru. Ætli verslanafyrirtæki að ná tökum á rekstri sínum verða þau mörg hver að skera niður kostnað með því að fækka verslunum umtalsvert.
29.5.2009 | 21:39
Brotið á bankamönnum
Þær leynast víða matarholurnar sem ríkið ætlar að sækja auknar tekjur. Boðað hefur verið til haustprófa í verðbréfaviðskiptum fyrir eftirlegukindur eins og mig. Prófgjald í einstöku prófi er 14.800 kr. en var 9.000 krónur í vorprófum.
Ef vasareiknirinn lýgur ekki þá nemur hækkunin 64,4%!
![]() |
Lýsa furðu á skattahækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 11:21
Lært af íslensku útrásinni
Þetta hlýtur að vera besta mál að fá erlend fyrirtæki til landsins og auka þannig samkeppni. Færeyingar hafa lýst áhuga sínum að komast inn á fjármálamarkaðinn en hingað til gengið bónleiðir til búðar. Föroya Banki hafði áhuga á eignum SPRON og Tryggingarfélagið Föroyar (TF) mun hafa skoðað Sjóvá sem er í eigu skilanefndar Glitnis. Sjálfseignarstofnun, sem er stærsti hluthafinn í Eik Banka, var lengi vel stærsti hluthafinn í SPRON.
Færeysk fyrirtæki standa í svipuðum sporum og við stóðum fyrir nokkrum árum: Innanlandsmarkaðurinn er lítill og útrás því næsta skref fyrir vaxandi fyrirtæki. Færeysk fyrirtæki, einkum bankar, hafa reyndar gert strandhögg í Danmörku með bærilegum árangri. Íslenski markaðurinn ætti að henta Færeyingum vel vegna nálægðar og stærðar. Og svo er örugglega hægt að gera miklu betri kaup en þegar við vorum í okkar útrás.
![]() |
Føroya Tele vill kaupa Vodafone |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2009 | 20:04
Villandi viðskiptaumfjöllun
Verður ekki að gera ríkari kröfur til fjölmiðla að þeir fjalli rétt um staðreyndir í stað þess að slá upp fyrirsögnum? Í þessari frétt VÍSIS.IS segir að aðeins 12% hluthafa hafi samþykkt yfirtökutilboð í Alfesca en það er ekki enn búið að senda hluthöfum tilboðið! Fjárfestahópurinn,, sem hyggst taka fyrirtækið yfir, er kominn með allt að 80% hlut í félaginu. Þeir fjárfestar, sem réðu yfir 12%, höfðu fallist að framselja hlutafé sitt áður en tilkynnt var um yfirtökutilboðið. Eigum við ekki að bíða eftir niðurstöðu tilboðsins áður en fyrirsögnunum er slegið upp?
Aðeins 12% hafa samþykkt yfirtökutilboð í Alfesca
Lur Berri Iceland ehf., sem er íslenskt einkahlutafélag í eigu franska félagsins Lur Berri Holding SAS, mun gera hluthöfum Alfesca hf. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Athygli vekur að einungis rúmlega 12% hluthafa hafa samþykkt yfirtökutilboðið.
Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, er stórhluthafi í Alfesca.
Í tilkynningunni kemur fram að ð fyrr í dag hafi Lur Berri Holding SAS, Kjalar Invest B.V., Alta Food Holding B.V., Kaupthing Singer & Friedlander Ltd. og tilteknir stjórnendur Alfesca hf. þar á meðal forstjóri, fjármálastjóri og framkvæmdastjórar tiltekinna dótturfélaga Alfesca hf. gert með sér samninga um stjórn og rekstur Alfesca.
Enginn samstarfsaðilanna hyggst selja hlutabréf
Vegna samninganna er litið svo á að þessir samstarfsaðilar hafi með sér samstarf um stjórnun og rekstur Alfesca. Samstarfsaðilarnir eiga samtals 67,44% af útgefnu hlutafé Alfesca og fara sameiginlega með 67,83% af atkvæðisrétti.
Enginn samstarfsaðilanna hyggst selja hlutabréf sín, í heild eða að hluta, í
tengslum við tilboðið.
12% hafa samþykkt tilboðið
Ennfremur hafa Lur Berri Iceland ehf. borist skuldbindandi yfirlýsingar frá
hluthöfum, sem eiga samtals 699.086.562 hluti í Alfesca, sem samsvarar 11,89% af útgefnu hlutafé Alfesca og 11,96% af atkvæðisrétti, þess efnis að þeir muni
samþykkja tilboðið.
Komi fram samkeppnistilboð þriðja aðila og verði það gert opinbert innan gildistíma yfirtökutilboðsins, kunna kaupin á hlutunum og skuldbindingar hluthafa sem að ofan er lýst að ganga til baka.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 19:42
Alfesca á útleið
Tilboð fjárfestahópsins undir forystu Lur Berri Holding SAS og Ólafs Ólafssonar í Samskipum er tæplega þriðjungi hærra en síðasta markaðsgengi Alfesca. Hafa ber í huga að viðskipti með hlutabréf í Alfesca eru fátíð og hafi eignarhald verið þröngt fyrir þá er það í dag orðið afar samþjappað þar sem hópurinn ræður beint og óbeint um 80% hlutafjár. Þar af leiðandi myndi maður halda að almennir hluthafar ættu að vera sáttir með yfirtökuverðið. Yfirtökugengið er þó svipað í íslenskum krónum og það var fyrir bankahrun. Verðið bíður hins vegar upp á góð tækifæri fyrir kaupendur þegar horft er fram á veginn, skuldsetning er lítil og stjórnendateymið er öflugt.
Nú lítur út fyrir að enn eitt fyrirtækið yfirgefið Kauphöllina og er orðið fátt um fína drætti þar. En tilboðið kemur varla á óvart því að Alfesca, sem varð til úr SÍF, er að meginstofni franskt matvælafyrirtæki.
![]() |
Yfirtökutilboð í Alfesca |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 17:01
Kauphöllin sýnir klærnar
Kauphallarmenn hafa gengið í endurnýjun lífdaga og veifa rauða spjaldinu út um allan bæ. Fyrir hin brotlegu félög hlýtur þetta að vera drakónsk refsing þar sem þau standa öll á heljarþröm fjárhagslega. Ein og hálf milljón króna virkar bara mikið.
Morgunblaðið hefur fjallað töluvert um þá umdeildu ákvörðun útgefenda skuldabréfa að birta ekki opinberlega uppgjör síðasta árs með vísan til undanþáguákvæða í lögum um verðbréfaviðskipti. Önnur fyrirtæki, sem hafa farið sömu leið, eiga yfir höfði sér að fá sekt í hausinn sem áður fyrr hefði numið svo sem eins og einum góðum hádegisverðarfundi hjá stjórninni.
![]() |
Fimm félög áminnt og beitt févíti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2009 | 23:33
Eftirsóttur annars staðar
Ég er ekki viss um að Herði Arnarsyni hefði órað það fyrir, er hann lét af störfum sem forstjóri Marels eftir langt starf, að hann ætti fljótlega eftir að vera kominn á fullt í uppbyggingu íslenska fjármálakerfisins.
Ég verð þó að segja að eigendur Sjóvár, kröfuhafar í Gamla-Glitni, voru öllu skynsamari en stóru stofnfjáreigendurnir í Byr sparisjóði sem höfnuðu A-listanum (naumlega þó) og komu í veg fyrir að Hörður leiddi sparisjóðinn sem stjórnarformaður. Þetta voru m.a. Hannes Smárason, Saxbygg, Karen Millen og skúffufélagið Exeter Holdings.
Ólíkt horfa menn á hagsmuni sína.
![]() |
Hörður nýr forstjóri Sjóvár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 11:46
Mikil hækkun
bilinu 0,2-0,6%. Það kemur ekki á óvart að innfluttar vörur, eins og
eldsneyti, hafi sett mark sitt á verðbólguna. Það vekur hins vegar
furðu að húsnæðisliðurinn, sem var drifkraftur verðbólgunnar á árunum
2005-2007, er að hækka í fyrsta skipti í 10 mánuði.
![]() |
Verðbólgan mælist 11,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)