Villandi viðskiptaumfjöllun

Verður ekki að gera ríkari kröfur til fjölmiðla að þeir fjalli rétt um staðreyndir í stað þess að slá upp fyrirsögnum? Í þessari frétt VÍSIS.IS segir að aðeins 12% hluthafa hafi samþykkt yfirtökutilboð í Alfesca en það er ekki enn búið að senda hluthöfum tilboðið! Fjárfestahópurinn,, sem hyggst taka fyrirtækið yfir, er kominn með allt að 80% hlut í félaginu. Þeir fjárfestar, sem réðu yfir 12%, höfðu fallist að framselja hlutafé sitt áður en tilkynnt var um yfirtökutilboðið. Eigum við ekki að bíða eftir niðurstöðu tilboðsins áður en fyrirsögnunum er slegið upp?

 

Aðeins 12% hafa samþykkt yfirtökutilboð í Alfesca

mynd

 

Lur Berri Iceland ehf., sem er íslenskt einkahlutafélag í eigu franska félagsins Lur Berri Holding SAS, mun gera hluthöfum Alfesca hf. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Athygli vekur að einungis rúmlega 12% hluthafa hafa samþykkt yfirtökutilboðið.

Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, er stórhluthafi í Alfesca.

Í tilkynningunni kemur fram að ð fyrr í dag hafi Lur Berri Holding SAS, Kjalar Invest B.V., Alta Food Holding B.V., Kaupthing Singer & Friedlander Ltd.  og tilteknir stjórnendur Alfesca hf. þar á meðal forstjóri, fjármálastjóri og framkvæmdastjórar tiltekinna dótturfélaga Alfesca hf. gert með sér samninga um stjórn og rekstur Alfesca.

Enginn samstarfsaðilanna hyggst selja hlutabréf

Vegna samninganna er litið svo á að þessir samstarfsaðilar hafi með sér samstarf um stjórnun og rekstur Alfesca. Samstarfsaðilarnir eiga samtals 67,44% af útgefnu hlutafé Alfesca og fara sameiginlega með 67,83% af atkvæðisrétti.

Enginn samstarfsaðilanna hyggst selja hlutabréf sín, í heild eða að hluta, í
tengslum við tilboðið.

12% hafa samþykkt tilboðið

Ennfremur hafa Lur Berri Iceland ehf. borist skuldbindandi yfirlýsingar frá
hluthöfum, sem eiga samtals 699.086.562 hluti í Alfesca, sem samsvarar 11,89% af útgefnu hlutafé Alfesca og 11,96% af atkvæðisrétti, þess efnis að þeir muni
samþykkja tilboðið.

Komi fram samkeppnistilboð þriðja aðila og verði það gert opinbert innan gildistíma yfirtökutilboðsins, kunna kaupin á hlutunum og skuldbindingar hluthafa sem að ofan er lýst að ganga til baka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband