Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
29.6.2009 | 10:38
Mótaðgerðir nauðsynlegar
Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru 100 fleiri fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta en árið áður. Ríflega 400 fyrirtæki urðu gjaldþrota, eða um 80 á mánuði, flest í byggingariðnaði.
Hækkun tryggingagjalds úr 5,34% í allt að 7,0%, sem vinstri stjórnin hefur boðað, mun einungis auka á vanda fyrirtækjanna í landinu og líklega þrýsta á þau að segja upp fleira starfsfólki og/eða lækka launakostnað. Ég velti því fyrir mér hvort hugsanlegar mótaðgerðir til skemmri tíma gætu falist í lækkun greiðslna í lífeyrissjóðakerfið. Þannig yrði dregið úr gríðarlegri sjóðasöfnun nú á krepputímum. Í dag greiða fyrirtæki um 8% mótframlag í sameignarkerfið. Kanna ætti að lækka þetta hlutfall niður í 7% og mögulega að lækka mótframlag í séreignarsparnað í 1,5% úr 2,0%.
Þetta myndi auðvitað valda því að launþegar sæju fram á réttindaskerðingu í lífeyrissjóðum sínum. Aðgerðin gæti hins vegar komið í veg fyrir frekari kollsteypu fyrirtækja og kaupmáttarrýrnun launþega. Með því að létta á fyrirtækjunum til skemmri tíma væri jafnvel hægt til lengri tíma að tryggja nægjanlegt innflæði inn í lífeyrissjóðina.
Mér þætti gaman að vita hvort þessi lausn hefði verið skoðuð þegar atvinnurekendur og launþegasamtökin unnu að gerð stöðugleikasáttmálans?
![]() |
66 fyrirtæki gjaldþrota í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2009 | 13:23
Metinn á tíu milljarða króna
Átökin um Byr hafa tekið á sig einkennilega mynd. Í þessu máli er deilt um réttmæti stjórnarsetu Matthíasar Björnssonar í stjórn Byrs en hann hefur mikil tengsl við Jón Þorstein Jónsson, fyrrverandi stjórnarformann sparisjóðsins, sem ber höfuðábyrgð á aumri stöðu sjóðsins.
Lögmenn Matthíasar hafa krafist tíu milljarða króna tryggingar vegna mögulegs fjárhagslegs tjóns ef svo kemur í ljós að stjórnin situr í krafti löglegs meirihluta. Á sama tíma og lögmenn deildu um aðkomu Matthíasar að stjórninni sótti sparisjóðurinn um ríflega tíu milljarða króna framlag frá ríkinu á grundvelli neyðarlaganna. Lögmenn Matthíasar og hann sjálfur telja því að mögulegt tjón vegna hans sé jafngilt tíu milljarða króna ríkisframlagi!
Eggert, getur þú sagt þetta aftur? Já, lögmenn Matthíasar telja hann tíu milljarða króna virði. Til samanburðar má benda á að Aston Villa var talið tilbúið að borga Barcelona 3,5 milljónir evra, um 630 milljónir króna, fyrir Eið Smára, fræknasta fótboltamann landsins.
![]() |
Vilja 10 milljarða tryggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2009 | 11:48
Fyrirtækin borga líka brúsann
Það hefur farið lítið fyrir því að skattskyldir aðilar, aðrir en einstaklingar, eiga líka að borga gjald til útvarpsins ohf. Þessi skattlagning upp á 17.200 krónur leggst líka á fyrirtækin í landinu sem berjast í bökkum þessa dagana og mega við litlum áföllum.
Fyrir mörg fyrirtæki bætist útvarpsgjaldið ofan á verðtryggð stefgjöld sem eru innheimt af fullri hörku af hagsmunasamtökum listamanna.
![]() |
Gjalddagar útvarpsgjalds þrír |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2009 | 12:02
Í umboði hluthafa eða lánardrottna?
Það kemur spánskt fyrir sjónir að sjá ekki meiri breytingar á stjórn Eimskipafélagsins þar sem nokkrir stjórnarmanna eru nátengdir Björgólfsfeðgum. Grettir, annar stærsti hluthafinn í Eimskip, er nú í gjaldþrotameðferð. Þegar haft er í huga að eigið fé félagsins var neikvætt um 174 milljónir evra í lok janúar er varla hægt að álykta annað en að lánardrottnar ráði lögum og lofum í fyrirtækinu. Hlutabréf félagsins eru nánast einskis virði. Og í raun og veru viðurkenna stjórnendur félagsins á síðasta afkomufundi að "fyrirtækið þarf á miklum stuðningi lánveitenda að halda til þess að klára endurskipulagningu."
Eitt helsta verkefni Eimskipsmanna hefur verið að selja kæligeymslur í Norður-Ameríku til þess að lækka gríðarlegan skuldabagga, en stefnt er að því að salan gangi í gegn í næsta mánuði. Kannski er fulltrúum hluthafa best treystandi fyrir því verkefni, og hreinsi þannig eftir sig mistökin. Eimskip birtir uppgjör í næstu viku og verður fróðlegt að sjá hvernig rekstur félagsins stendur nú.
![]() |
Björgólfsmenn í stjórn Eimskipa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 09:31
"Tax-free" fær nýja merkingu
Svava tískudrottning, í Sautján og NTC, hefur verið frumkvöðull á mörgum sviðum verslunar hérlendis. Það er ekki ofsögum sagt. Nú hefur hún endurskilgreint "tax-free" hugtakið sem Hagkaup hefur gert að vörumerki sínu. "Tax-free" merkir að kaupandinn fær afslátt sem nemur afnámi virðisaukaskatts (þó ekki í boði ríkisins). Íslendingar hafa aldrei verið sterkir í prósentureikningi. Telja margir að afslátturinn sé 24,5%, þ.e. virðisaukaskattsprósentan, en afslátturinn á "tax-free" dögum er í raun og veru 19,68%.
Nú auglýsir Retro í Smáralind, sem er í eigu NTC, "tax-free"-daga þar sem allar vörur fást með 15% afslætti.
Viðskipti og fjármál | Breytt 28.6.2009 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2009 | 20:50
Hver eru fórnarlömbin?
![]() |
Fjölskylda á hringekjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2009 | 12:45
Við og Kazakar
![]() |
Í sama flokki og Búlgaría, Króatía og Kasakstan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 18:53
Kauphöllin nær fjármunum til baka
Enn hefur Kauphöllin höggvið í sama knérunn og lagt sektir á fleiri fyrirtæki sem standa afar tæpt fjárhagslega. Bara ef Kauphöllin hefði verið jafn dugleg að sekta og birta nöfn þeirra fyrirtækja sem gerðust brotleg við lög og starfsreglur Kauphallar á góðæristímanum.
Eitt þessara félaga sem hefur fengið skömm í hattinn er Atorka Group sem nú er í greiðslustöðvun. Fyrir þá sem ekki vita þá hafa Kauphöllin og Atorka Group lengi eldað grátt silfur saman og hitti þar skrattinn ömmu sína. Á meðan hlutabréfamarkaður var og hét fóru forsvarsmenn Atorku jafnan eigin leiðir. Þar nægir einfaldlega nefna deilu þessara aðila um birtingarform uppgjörs Atorku sem var með öðrum hætti en hjá öðrum fyrirtækjum. Jafnvel útvaldir endurskoðendur klóruðu sér í kollinum yfir þessum uppgjörsaðferðum sem þó voru í samræmi við IFRS. Atorka kaus að birta tvö uppgjör: Annars vegar móðurfélags, þar sem fjárfestingar í dótturfélögum voru metnar á gangvirði, og hins vegar samstæðuuppgjör þar sem beitt var hlutdeildaraðferð í stað gangvirðisbreytingu dótturfélaga. Þessi aðferð Atorka fór fyrir brjóstið á Kauphöllinni sem lagði þannig févíti á kópvogska fjárfestingarfélagið árið 2006 að upphæð 2,5 milljónir króna og atyrti félagið opinberlega. Til að gera langa sögu stutta fór Atorka í mál og vann það bæði í undirrétti og Hæstarétti. Kauphöllinni var skylt að greiða sektina til baka með vöxtum.
Annað mál, þar sem samskipti Atorku og Kauphallar hafa komið fram með opinberum hætti, var möguleg yfirtökuskylda stórra hluthafa í Hampiðjunni. Mig minnir að Atorka hafi talið að tilboðsskylda stórra hluthafa, Vogunar og Venusar, hefði myndast þar og fór málið fyrir yfirtökunefnd sem taldi jafnframt svo vera, eða þar til að stórir hluthafar seldu sig niður fyrir yfirtökumörk. Þá var yfirtökuskyldan horfin allt í einu!
![]() |
Fjögur félög beitt févíti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2009 | 10:21
Dregur að skuldadögum
Fyrir um fimm árum hófu viðskiptabankar og sparisjóðir að lána til fasteignakaupa á skikkanlegum kjörum, eða um 4,15-4,20. Margir hafa fundið innkomu bankanna á fasteignamarkaðinn allt til foráttu, ekki síst málsvarar Íbúðalánasjóðs, en lítið hefur verið horft til þess að vaxtakjör urðu lægri en þau 5,1% sem Íbúðalánasjóður hafði boðið um langt skeið. Vaxtakjörin voru þrátt fyrir allt lífskjarabót.
Sá galli var á gjöf Njarðar að lánskjörin voru til fimm ára og nú er sá tími að renna upp að bankar og sparisjóðir endurskoði vextina. Þótt vextir hafi farið lækkandi á síðustu mánuðum er langt í það að verðtryggðir vextir séu á sömu slóðum og þeir voru þegar fjármálafyrirtæki kepptust við að ná fótfestu á fasteignalánamarkaði. Staðan er einfaldlega sú að bankar forðast það eins og heitan eldinn að lána til fasteignakaupa þannig að Íbúðalánasjóður er einn um "hituna". Bankar lána til íbúðakaupa á vöxtum sem standa nálægt 6%, jafnvel 6,5%, á meðan Íbúðalánasjóður fer niður í 4,7%.
Ótrúlega lítil umræða hefur farið fram um hvernig bankarnir muni tækla endurskoðunarákvæði fasteignalánanna. Hvað ætla þeir bankastjórnendur, eins og Finnur, Birna og Ragnar Z., sem voru virkir þátttakendur þegar bankar og sparisjóðir hófu innreið sína á fasteignalánamarkaðinn, að gera nú þegar komið er að skuldadögum? Ætla menn að hækka vextina við þær aðstæður sem nú ríkja, eða bara bíða og sjá? Hækkun vaxta þyngir greiðslubyrði fólks og myndi vafalaust steypa einhverjum fjölskyldum endanlega fram af hengifluginu.
5.6.2009 | 20:21
Marel leitar til nýs banka
Það er ánægjulegt að nýtt hlutafé hafi runnið ljúflega niður í fjárfesta. Marel veitir ekki af að lækka skuldahalann og styrkja lausafjárstöðuna eftir mikinn ytri vöxt á síðustu árum.
Eitt vekur þó óskipta athygli mína. Það er aðkoma Nýja-Kaupþings, sem fær víst nýtt nafn á næstu dögum, að hlutafjársölunni, enda var samband stærstu hluthafa í Marel og Gamla-Landsbankans það náið að slefið slitnaði varla á milli þeirra. Landsbankinn studdi dyggilega við vöxt Marels og fékk fyrir það vænar fúlgur. Horn, fjárfestingarfélag Nýja-Landsbankans, heldur til að mynda utan um tæpan fimmtungshlut í Marel þegar horft er framhjá aukningunni.
![]() |
Góð þátttaka í hlutafjárútboði Marel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)