3.5.2010 | 13:06
Sofandi kauphöll
Fyrir tæpu ári síðan veitti Fjármálaeftirlitið Íslandsbanka skilyrta undanþágu frá tilboðsskyldu í hlutabréf Icelandair og heimilaði stofnunin bankanum að fara með meira en 50% hlut í félaginu. Við athugun FME kom í ljós að Íslandsbanki hefði óbein yfirráð yfir félaginu sem lánardrottinn stórra hluthafa Icelandair sem stæðu illa fjárhagslega. Veðköll voru því nauðsynleg til að tryggja hagsmuni bankans. FME setti það sem skilyrði að Íslandsbanki færi aðeins með 30% af virkum atkvæðum í Icelandair auk þess sem bankanum bar að selja það stóran hlut í flugfélaginu innan árs að hann hefði hvorki lengur bein né óbein yfirráð að fresti loknum. Samkvæmt þessu hefur Íslandsbanki um þrjár vikur til stefnu til að koma reglu á sín mál en þó getur FME framlengt frestinn um aðra sex mánuði.
Það kemur því spánskt fyrir sjónir að Icelandair, sem ágætur ritstjóri kallaði "fjöregg þjóðarinnar", skuli ekki hafa verið sett á athugunarlista Kauphallarinnar strax í maí í fyrra þegar FME veitt Íslandsbanka undanþágu frá yfirtökuskyldu. Óvissa hefur verið um eignarhald á Icelandair og fjárhagslega stöðu þess í langan tíma. Af hverju kemur það í ljós nú að Icelandir stendur í fjárhagslegri endurskipulagningu?
Icelandair á athugunarlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2010 | 12:33
Gull og grænir skógar
Það voru fleiri fyrirtæki en Glitnir sem buðu fjárfestum upp á gull og græna skóga til þess að draga til sín lánsfjármagn sem var alls staðar af skornum skammti. Um svipað leyti og Glitnir seldi fjárfestum skuldabréf á ofurvöxtum fyrir fimmtán milljarða króna gaf Sjóvá út verðtryggt kúlubréf til fimm ára fyrir 1.150 milljónir króna. Bréfið var víkjandi og fengu fjárfestar hvorki meira né minna en 11% raunávöxtun. Skilmálar bréfsins voru þó ansi sérstakir því útgefandinn hafði heimild til að fresta vaxtagreiðslum að eigin frumkvæði og bættust þá vextir ofan á höfuðstól!
Sjóvá kaus að fresta vaxtagreiðslum sem áttu að vera til greiðslu í mars 2009.
Fáheyrð ávöxtun á víkjandi skuldabréfum Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 09:21
Kennitalan hækkar um helming
Ríkissjóður finnur víða matarholurnar. Um síðustu áramót hækkaði kostnaður vegna stofnunar nýrra einkahlutafélaga um tæpan helming þegar gjaldið fór úr 88.000 kr. í 130.500 krónur. Þetta er ekkert smá hækkun! Gjaldskrá fyrirtækja- og hlutafélagaskrár tók jafnframt ýmsum öðrum breytingum. Hvernig rökstyður skattastjórnin góða þessa hækkun?
Þetta er auðvitað athyglisvert framlag til endurreisnar atvinnulífsins að ríkissjóður skuli gera þeim aðilum sem vilja stofna fyrirtæki erfiðara fyrir á þeim tímum þegar kannski ætti að örva fjárfesta til að skapa ný störf og verkefni. Fyrst ríkið ætlar að torvelda mönnum að stofna fyrirtækja hefði þá ekki verið eðlilegra að Alþingi hefði breytt lögum um einkahlutafélög og hlutafélög með því að hækka lágmarkshlutafé slíkra félaga og auka þannig ábyrgð fyrirtækjaeigenda eins og mikið hefur verið rætt um? Ráðherra hefur m.a.s. heimild til þess að breyta lágmarkshlutafé í samræmi við gengi evru.
106 fyrirtæki gjaldþrota í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2010 | 10:02
Dollarinn kominn í 460 krónur
Forsvarsmenn HP mega prísa sínum sæla að lófatölvuframleiðandinn Palm er ekki íslenskt fyrirtæki. Samkvæmt síðasta gengi í Hádegismóum er dollarinn kominn í 460 krónur. Hluthafar í Palm geta þó verið sáttir, enda fá þeir 23% yfirverð á bréfin sín.
HP kaupir Palm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2010 | 23:44
Grandi skoðar auknar arðgreiðslur
Kjalar hefur ekki riðið feitum hesti frá fjárfestingu sinni í HB Granda frá því að félagið festi kaup á hlutnum fyrir þremur árum. Það sama á við um almenna hluthafa í Granda sem hafa séð álíka raunávöxtun af bréfum sínum frá árinu 1997 og ef þeir hefðu sett peningana í verðtryggð spariskírteini.
Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda og einn helsti lærifaðir íslenskra viðskiptafræðinga, ræddi þann möguleika á aðalfundi útgerðarfélagsins að stórauka arðgreiðslur á næstu árum. Vel gengi að greiða niður langtímaskuldir og færi lítill hluti hagnaðar til hluthafa nú um stundir, rétt tæp 9% hagnaðar.
"Viðleitni til að lækka skuldir togast nokkuð á við óskina um að auka arðgreiðslur. En ef tekst að halda í horfinu um afkomu, þá er að verða tímabært að hækka arðgreiðslur verulega, í ljósi þeirrar stefnu um visst hlutfall samsafnaðs arðs af samsöfnuðum hagnaði ... "
Eign Kjalars í HB Granda háð niðurstöðu dómstóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2010 | 12:53
Leigutakar og útlendingar
Smáralindin er komin í sölumeðferð og fer því brátt úr eigu ríkisbanka. Fáir gráta það. Líklegt er að erlendir fjárfestar muni sýna verslunarmiðstöðinni áhuga og gæti svo farið að hér verði um eina af stærri fjárfestingum útlendinga eftir hrunið. Kemur þar til lágt gengi krónunnar og sjóðstreymi af eigninni.
Hins vegar veltir maður því fyrir sér af hverju núverandi leigutökum standi ekki til boða að kaupa þau leigurými sem þeir leigja af eignarhaldsfélagi Smáralindar? Af hverju skyldi Landsbankamönnum ekki detta það í hug á tímum nýrrar hugsunar? Er mögulegt að hærra verð fáist fyrir að selja Smáralindina í pörtum í staðinn fyrir að selja hana í einu lagi? Þar með er ekki sagt að núverandi leigutakar Smáralindar, sem eru ýmist smáir eða stórir, hafi burði eða áhuga til þess.
Í dag hlýtur krafan að vera sú að eignir og vald dreifist sem víðast í samfélaginu í stað þess að skapa ný útrásarvíkingaveldi. Fjármálafyrirtæki sem vilja hámarka þær eignir sem þau hafa orðið að leysa til sín hljóta því að skoða alla kosti. Margt smátt gerir eitt stórt.
Smáralind til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2010 | 10:46
Er Kjalar að missa hlutinn?
Kjalar á um þriðjungshlut í HB Granda, stærsta útgerðarfélagi landsins, en ekki fjórðungshlut eins og kemur fram í fréttinni. Upphaflega var þessi hlutur á hendi Kaupþings sem safnaði upp bréfum í Granda um margra mánaða skeið og töldu margir að markmið bankans hefðu m.a. verið þau að komast yfir útgerðina til þess að búta hana í sundur, selja kvóta og lóðir.
Nú er þessi hlutur að öllum líkindum falur, enda veðsettur Arion banka og staða Kjalars í besta falli óljós.
Ólafur Ólafsson hættir í stjórn HB Granda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2010 | 18:18
Einungis veð í bréfunum
Stofnfjáreigendur í Byr sparisjóði lögðu 29 milljarða króna inn í sparisjóðinn í árslok 2007 í næststærstu eiginfjáraukningu sem íslenskt fyrirtæki hefur ráðist í. Ólíkt fjárfestum á hlutabréfamarkaði horfðu stofnfjáreigendur, sem margir hverju höfðu verið bakhjarlar forvera Byrs um áratugaskeið fram á gríðarlega þynningu á eign sinni ef þeir tóku ekki þátt í þessu útboði. Þessir 29 milljarðar hafa nú gufað upp og gott betur. Það sama gilti um stofnfjáreigendur í öðrum sparisjóðum; flestallir voru nauðbeygðir að margfalda hlut sinn. Það er því töluverður munur á stofnfjáreigendum og hlutafjáreigendum í bönkunum sem fjárfestu af fúsum og frjálsum vilja.
Hvað stofnfjáreigendur í Byr snertir þá stóð þeim til boða að fjármagna kaupin með láni frá Glitni, forvera Íslandsbanka. Í kynningargögnum, sem finna má á heimasíðu Samtaka stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði (www.stofnfe.is), kemur fram að einu tryggingarnar sem bankinn kallaði eftir voru handveð í stofnfjárhlutum stofnfjáreigenda og væntanlegar arðgreiðslur. Í dag sættir Íslandsbanki, nýi bankinn, sig ekki við þennan skilning lántaka (og vinnubrögð starfsmanna Glitnis) og vill sækja í aðrar eigur lántaka.
Nú er það svo að fjölmargir stofnfjáreigendur hafa greitt þessi lán upp að fullu og fór t.a.m. allur arður sem greiddur var út til skuldsettra stofnfjáreigenda inn á lánin. Töluverðir fjármunir hafa því skilað sér til Íslandsbanka - meira en sagt verður um lánveitingar til útvalinna starfsmanna GLB vorið 2008.
Brýnt að leysa vanda stofnfjáreigenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2010 | 13:55
Asnar í augum kröfuhafa
Ein ástæða sem hefur verið nefnd fyrir því að stórir þýskir bankar höfnuðu tilboði ríkissjóðs er sú að þeir vilji láta reyna á lögmæti neyðarlaganna sem gera innlán að forgangskröfu í þrotabú fjármálafyrirtækja. Þar með töpuðu stofnfjáreigendur í BYR öllu sínu stofnfé og kröfuhafar sínum kröfum.
Staðan er einfaldlega þessi: Erlendir bankar eru búnir að fá nóg af Íslendingum, bankamönnum og stjórnmálamönnum . Við erum asnar í augum erlendra kröfuhafa, eins og fráfarandi stjórnarformaður Byrs gat um í gær. Samskipti íslensks viðskiptalífs við erlend fjármálafyrirtæki hafa verið afar stirð frá hruni fjármálakerfisins og versna enn frekar eftir fall tveggja stóra sparisjóða.
Reyni á lögmæti neyðarlaganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2010 | 11:37
Stóðum vörð um BYR
Eftir margra mánaða vinnu við það að endurskipuleggja Byr og Sparisjóðinn í Keflavík er sennilega ljóst að sú ferð var til farinn einskis. Stofnfjáreigendur í sparisjóðunum tapa öllu sínu sparifé; eflaust hefur enginn hópur íslenskra sparifjáreigenda orðið hlutfallslega fyrir jafnmikilli blóðtöku og stofnfjáreigendur í Byr sem lögðu sparisjóðnum til um 29 milljarða króna í árslok 2007.
En það verður ekki annað sagt en að stofnfjáreigendur hafi gert allt í valdi sínu til að tryggja óbreyttan rekstur Byrs sem leiðandi sparisjóðs innan sparisjóðafjölskyldunnar. Undirritaður hefur verið í forsvari hóps stofnfjáreigenda í Byr, grasrótarsamtaka 200 stofnfjáreigenda, sem hefur haft það að markmiði að verja hagsmuni stofnfjáreigenda og sparisjóðsins sjálfs. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu við að kynna sjónarmið stofnfjáreigenda og hugmyndir okkar um endurreisn sparisjóða og framtíðarhlutverk. Það voru ekki stofnfjáreigendur í Byr sem felldu sparisjóðinn eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við í sérkennilegri yfirlýsingu sinni á dögunum. Stofnfjáreigendur stóðu vörð um Byr.
Athygli vekur að rekstur Byrs hefur verið færður yfir í hlutafélag sem þýðir að skorið hefur verið á tengsl Byrs og annarra sparisjóða. Hvar endar Byr hf.?
Óvissu um sparisjóði lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |