Stóðum vörð um BYR

Eftir margra mánaða vinnu við það að endurskipuleggja Byr og Sparisjóðinn í Keflavík er sennilega ljóst að sú ferð var til farinn einskis. Stofnfjáreigendur í sparisjóðunum tapa öllu sínu sparifé; eflaust hefur enginn hópur íslenskra sparifjáreigenda orðið hlutfallslega fyrir jafnmikilli blóðtöku og stofnfjáreigendur í Byr sem lögðu sparisjóðnum til um 29 milljarða króna í árslok 2007.

En það verður ekki annað sagt en að stofnfjáreigendur hafi gert allt í valdi sínu til að tryggja óbreyttan rekstur Byrs sem leiðandi sparisjóðs innan sparisjóðafjölskyldunnar. Undirritaður hefur verið í forsvari hóps stofnfjáreigenda í Byr, grasrótarsamtaka 200 stofnfjáreigenda, sem hefur haft það að markmiði að verja hagsmuni stofnfjáreigenda og sparisjóðsins sjálfs. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu við að kynna sjónarmið stofnfjáreigenda og hugmyndir okkar um endurreisn sparisjóða og framtíðarhlutverk. Það voru ekki stofnfjáreigendur í Byr sem felldu sparisjóðinn eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við í sérkennilegri yfirlýsingu sinni á dögunum. Stofnfjáreigendur stóðu vörð um Byr.

Athygli vekur að rekstur Byrs hefur verið færður yfir í hlutafélag sem þýðir að skorið hefur verið á tengsl Byrs og annarra sparisjóða. Hvar endar Byr hf.?


mbl.is Óvissu um sparisjóði lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju átti að bjarga BYR.  Bankakerfið hér er alltof stórt.  Og eigendur bankans keyrðu hann í þrot.  Það þarf kröfuhafa til að knýja fram gjaldþrot á banka á Ísland í apríl 2010 ???????

itg (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 20:28

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hverjir borga fjármagnseigendum?

Lánið frá AGS fer sjálfsagt beint í þetta, í stað stuðnings við heimilin?

Hrannar Baldursson, 23.4.2010 kl. 21:01

3 Smámynd: Eggert Þór Aðalsteinsson

Það gidir um banka eins og önnur fyrirtæki að mestu verðmætin glatast við þrot. Ætli það tapist ekki 80-100 milljarðar á þroti sparisjóðsins, kröfuhafar tapa mestöllu sínu og stofnfjáreigendur öllu. Menn mega ekki gleyma því að ríkið ætlaði sér að ávaxta þá 10,6 milljarða sem það ætlaði að leggja inn með sölu innan 3-5 ára.

Sú réttmæta fullyrðing að íslenska bankakerfið sé allt of stórt réttlætir ekki svona mikla verðmætasóun.

Eggert Þór Aðalsteinsson, 24.4.2010 kl. 13:34

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ætlar ríkisstjórnin að reka Byr áfram ? Ætli hún láti Íslandsbanka rukka inn stofnfjárskuldirnar in full ?

Halldór Jónsson, 24.4.2010 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband