Einungis veð í bréfunum

Stofnfjáreigendur í Byr sparisjóði lögðu 29 milljarða króna inn í sparisjóðinn í árslok 2007 í næststærstu eiginfjáraukningu sem íslenskt fyrirtæki hefur ráðist í. Ólíkt fjárfestum á hlutabréfamarkaði horfðu stofnfjáreigendur, sem margir hverju höfðu verið bakhjarlar forvera Byrs um áratugaskeið fram á gríðarlega þynningu á eign sinni ef þeir tóku ekki þátt í þessu útboði. Þessir 29 milljarðar hafa nú gufað upp og gott betur. Það sama gilti um stofnfjáreigendur í öðrum sparisjóðum; flestallir voru nauðbeygðir að margfalda hlut sinn. Það er því töluverður munur á stofnfjáreigendum og hlutafjáreigendum í bönkunum sem fjárfestu af fúsum og frjálsum vilja.

Hvað stofnfjáreigendur í Byr snertir þá stóð þeim til boða að fjármagna kaupin með láni frá Glitni, forvera Íslandsbanka. Í kynningargögnum, sem finna má á heimasíðu Samtaka stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði (www.stofnfe.is), kemur fram að einu tryggingarnar sem bankinn kallaði eftir voru handveð í stofnfjárhlutum stofnfjáreigenda og væntanlegar arðgreiðslur. Í dag sættir Íslandsbanki, nýi bankinn, sig ekki við þennan skilning lántaka (og vinnubrögð starfsmanna Glitnis) og vill sækja í aðrar eigur lántaka.

Nú er það svo að fjölmargir stofnfjáreigendur hafa greitt þessi lán upp að fullu og fór t.a.m. allur arður sem greiddur var út til skuldsettra stofnfjáreigenda inn á lánin. Töluverðir fjármunir hafa því skilað sér til Íslandsbanka - meira en sagt verður um lánveitingar til útvalinna starfsmanna GLB vorið 2008.   


mbl.is Brýnt að leysa vanda stofnfjáreigenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur og Jóhanna eru þið ekki búin að stela nóg af þjóðinni

þið eru djófuls Skítapakk og ef þið viljið hjálpa til þá er bara eitt sem þið getið

gert og það er að HENGJA sig þaðværi góð byrjun og vonandi munu restin af þing 

hórunum (að nokkrum undanskildum )gera það sama ég skal glaður legga til

gott reipi sem mun duga vel og meira segja  binda löglegan hnút fyrir ykkur og

mun eg ekki taka krónu fyrir

b (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það styttist í byltingu ég hef barist og ég mun berjast ef einhver þorir að koma með!

Sigurður Haraldsson, 27.4.2010 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband