18.8.2009 | 12:19
Ólafur hvergi af baki dottinn
Á sama tíma og Ólafur Ólafsson í Samskipum selur hlutabréf sín í Iceland Seafood hefur honum, Lur Berri og öðrum meðfjárfestum tekist að yfirtaka það stóran hlut í Alfesca að aðrir hluthafar munu sæta innlausn. Yfirtakan á Alfesca hefur vakið töluverða athygli þar sem smærri hluthafar - sem eru svo sem ekkert litlir karlar - lýstu yfir mikilli óánægju með það verð sem í boði var. Stjórn Alfesca studdi yfirtökuverð sitt, sem er 4,5 krónur á hlut, með óháðu verðmati frá Saga Capital á Akureyri. Vakti það eftirtekt hversu háa ávöxtunarkröfu Saga gerir við verðmatið. Smærri hluthafar, þar á meðal Gildi lífeyrissjóður og Nýi-Kaupþing, lögðu fram verðmat frá IFS Greiningu í Reykjavík sem hljóðaði upp á átta krónur á hlut. Munurinn á verðmötunum var því 77%!
Alfesca, sem á rætur sínar að rekja til SÍF, er traust og gott fyrirtæki sem hefur siglt ágætlega í gegnum heimskreppuna. Nú siglir gott fyrirtæki, sem hefur reyndar litla tengingu við Ísland, af Íslandsmiðum og sennilega fyrir lítinn pening. Ef til vill ættum við að hafa áhyggjur af því að þau fáu lífvænlegu, alþjóðlegu fyrirtæki sem hér finnast, fari af landi brott.
Fara með 91,34% hlut í Alfesca | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 19.8.2009 kl. 12:22 | Facebook
Athugasemdir
Olafur "helicopter" er framsoknarkrimmi og þjófur !
Halli (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:28
Gengur Tortóli enn laus?
Dísa (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:49
Skilst að minni hluthafar muni óska eftir verðmati dómkvaddra matsmanna svo sem heimilt er.
Einar Guðjónsson, 19.8.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.