Yfirtökutilboð í uppnámi?

Ósætti er meðal hluthafa í Alfesca með yfirtökutilboð í félagið. IFS greining telur að virði hvers hlutar í Alfesca sé 8,0 krónur á hlut eða 77,8% hærra en yfirtökutilboð Lur Berri, Ólafs Ólafssonar ofl. upp á 4,5 krónur á hlut hljóðar. Kemur því kannski ekki á óvart að hluthafar sem ráða yfir 11% hlut skuli kalla eftir hluthafafund til þess að ræða tilboðið og mögulega verja hagsmuni sína. Gríðarlegur munur er á annars vegar á mati tilboðsgjafa og Saga Capital og hins vegar verðmati IFS.

Í þessu sambandi er einnig vert að Saga Capital Fjárfestingarbanki var fengið til að leggja hlutlaust mat á tilboðsverðið og komst að þeirri niðurstöðu að 4,5 krónur væri sanngjarnt. Í greinargerð Saga segir: "Fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital telur að tilboðsgengið 4,5 kr. á hlut fyrir hluti í Alfesca hf. sé sanngjarnt fyrir hluthafa Alfesca hf., sér í lagi ef litið er á kennitölur sambærilegra fyrirtækja á markaði og núvirt sjóðstreymi. Einnig er tekið er mið af erfiðum aðstæðum á íslenskum fjármálamarkaði og horft er til yfirtökutilboða á Íslandi undanfarin ár."

Mikil viðskipti voru með bréf Alfesca í dag og var hagstæða sölugengi við lokun markaða sex krónur á hlut.


mbl.is Gildistími yfirtökutilboðs framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er athyglisverður munur á greiningunum.

Ég hef reyndar ekki séð IFS greininguna en Saga greininguna má finna hér: http://www.alfesca.is/media/frettir//mat_a_tilbodi.pdf

 Ég tók eftir því í greiningunni hjá Saga að þeir nota íslenska áhættulausa vexti 8,9%. 

Ættu þeir að nota þessa vexti?  félagið er jú aðallega í Evrópu með starfsemi, áættulausir vextir þar á sama líftíma (16 ár) er um 4%.

Ætli þessi mismunandi ávöxtunarkrafa skýri verðmuninn?

Vill minna á góða formúlu:  Verðmat = sjóðstr / (wacc - vöxtur á ári í %)

Halldór Gíslason (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 18:40

2 identicon

Það er tær snilld að selja hlutabréf í dag er það ekki??

itg (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband