Vítahringur skattheimtu

Nú stefnir allt í að nefskatturinn gefi meira af sér en áætlanir gerðu ráð fyrir. Enda er það varla flókið þegar fjöldi lögaðila bætist við þá 187 þúsund einstaklinga sem er gert að greiða þetta gjald. Ég veit ekki af hverju að lögaðilar greiða þetta gjald, af hverju greiða sömu aðilar ekki líka (eða frekar) til Framkvæmdasjóðs aldraða?

En skoðum samband margra greiðenda útvarpsgjalds, RÚV og STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. Verslun spilar tónlist. Fyrirtækinu er gert skylt að greiða 17.200 krónur í útvarpsgjald til RÚV. Ríkisútvarpið þarf að greiða STEF ákveðna fjárhæð fyrir að spila tónlist opinberlega. En STEF lætur ekki þar við sitja og rukkar verslunina fyrir að spila efni RÚV og annarra útvarpsstöðva opinberlega.

Sem sagt: STEF rukkar fyrirtæki, sem hefur greitt útvarpsgjald til að kosta rekstur RÚV, um STEF-gjöld fyrir tónlist sem það hefur líka rukkað RÚV fyrir.


mbl.is Pappírsfélögin greiða líka útvarpsgjald til ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband