Atvinnusköpun fyrir skoðunarstöðvar

Þetta er eitt af mörgum einkennilegum forgangsatriðum hjá stjórnvöldum; að koma á vanrækslugjöldum hjá eigendum ökutækja sem láta ekki skoða á tilsettum tíma. Nóg hefur kaupmáttur almennings dregist saman sökum skattahækkana, bágborins atvinnuástands og verðbólguáhrifa. Þá hefði maður haldið að ástand íslenska ökutækjaflotans væri gott eftir fjárfestingafyllerí undangenginna ára. Fyrir utan ríkissjóð, og skriffinna þar, hljóta skoðunarstöðvarnar að vera himinlifandi, enda hljóta umsvifin að aukast talsvert. Og hverjir skyldu eiga þær?

Annars virðist þessi innheimtuharka stjórnvalda hafa áhrif því þegar ég mætti með bílinn minn snemma dags á síðasta degi mánaðarins var allt pakkfullt af bifreiðaeigendum í sömu erindagjörðum. Þá hrundi tölvukerfi Frumherja ... 


mbl.is 164,5 milljónir í sektir vegna óskoðaðra ökutækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Einhver sagði mér að Frurmherji væri í eigu Finns Ingólfssonar veit ekki hvort það er rétt en ég get alveg trúað því

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.8.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband