Dregur úr gegnsæi

Það ber að taka undir orð Kára Arnórs að þessir skuldabréfaútgendur eru ekki að fegra stöðu sína með því að koma sér hjá því að birta ársreikninga sína. Þetta eru að mestu leyti útgefendur sem voru með hlutabréf sín skráð í Kauphöllina fyrir hrunið. Meira að segja Landic, sem var einungis með skuldabréf skráð, birti reikninga sína á sex mánaða fresti. Á þessum tímum er það óþægilegt fyrir eigendur skuldabréfa, eins og lífeyrissjóði, fjárfesta (hluthafa) og almenning að þessi fyrirtæki skuli beita þessu lagaákvæði. Með þessu er verið að draga úr upplýsingagjöf og gegnsæi á víðsjárverðum tímum.
mbl.is „Yfirlýsing um tæknilegt gjaldþrot"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband