Hagsmunir MP

Margeir Pétursson hefur í gegnum tíðina verið óspar að benda á hættuna við það að taka lán í erlendri mynt og reynst sannspár. Í síðasti þætti Markaðarins mælti hann með því að þeir sem væru með slík lán skuldbreyttu þeim í íslenskar krónur, enda teldi hann að gengi krónunnar væri of hátt skráð. Vöktu þessi orð Margeirs mikla athygli, eins og gefur að skilja, og ekki örgrannt um að margur landinn hafi svitnað hressilega.

Hins vegar tók Margeir það ekki fram að MP Banki, þar sem hann er stærsti hluthafinn, hefur töluverða hagsmuni af því að krónan haldist veik og veikist. Hrein erlend eignastaða MP Banka nam tæpum 5,8 milljörðum króna um síðustu áramót. Til samanburðar var eigið fé bankans um 4,6 milljarðar. Það er því viðbúið að stjórnendur MP hafi einmitt verið þeir sem voru að svitna þegar krónan styrktist um rúm 10% á fyrstu vikum ársins.

Þótt fáir efist um heilindi Margeirs Péturssonar þarf auðvitað að skoða orð hans frá fleiri hliðum en einni.


mbl.is Salan á SPRON komin í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverð orð Margeirs.

Skyldu þau hugsanlega vera einhver lúalegasta brella bankasögunnar?

Margeir fær náttúrulega líka í sinn hlut allt erlent lánasafn Spron.  Vill hann festa inni gengistap lántakenda nú með því að hvetja þá til að skipta í íslenskt áður en krónan styrkist?

Grunur

Siggi (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Emmcee

Sé ekki hvernig skuldbreyting hjálpi þeim mikið sem skuldsettir eru í erl. mynt.  Jú, það vissulega tekur út gengisáhættuna en greiðslubyrðin breytist að litlu eða engu leyti á meðan vaxtastigið er eins hátt og það er hérna.

Emmcee, 5.4.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Margeir Pétursson er nú ekkert einn um það að sjá að gengi krónunnar er skráð öðruvísi á Íslandi en í öðrum löndum. T.d á danska seðlabankanum kostar 1 dkr um 40 ísl kr á móti 21 kr á Íslandi.

Ég hef heyrt marga spá því að þegar ísl kr fari virkilega á flot þá sökkvi hún.

Svo eins og ég segi, Margeir Pétursson er ekkert einn um að halda þetta og einhver lúleg brellibrögð eru held ég ekki ástæðurnar hjá honum. 

Rúnar Birgir Gíslason, 5.4.2009 kl. 21:48

4 Smámynd: Ingólfur

Það er alls ekkert óskynsamlegt að hafa lán í erlendri mynt.

Það er hins vegar mjög óskynsamlegt að hafa laun í íslenskum krónum.

Ingólfur, 6.4.2009 kl. 00:07

5 identicon

Hversu gáfulegt er að skipta láni sem er jafnvel meira en tvöfalt hærra núna en þegar það var tekið upphaflega?   Greiðslubyrðin yrði mjög há og ég veit allavega fyrir mína parta að ég stæði ekki undir þeirri greiðslubyrði.   Sé þetta ekki sem eitthvað bjargráð.  Þá er alveg eins hægt að taka sénsinn á því að krónan veikist ekki meir.  Ef hún gerir það þá er maður jafn illa staddur og með himinhátt lán í íslenskum krónum sem maður stendur ekki undir.  

 Þetta væri engin lausn nema hægt væri að skuldbreyta í þá upphæð sem maður tók upphaflega (með áföllnum verðbótum).

ÞJ (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 10:03

6 identicon

Sá einmitt viðtalið við Margeir og klóraði mér soldið í kollinn yfir þessari ráðleggingu.

Með því að skipta núna yfir í íslenskar krónur er verið að festa inn gengisvísitölu í kringum 208 og færa lánið yfir í 10% verðtryggða vexti eða 20% óverðtryggða. Í dag er vegið meðaltal vaxta af erlendum lánum ca. 3%. Gengið má falla talsvert áður en íslenska lánið er betra en það erlenda ef tekið er tillit til vaxta.

Hann bendir á tvöfalda gengið sem rök fyrir því að íslenska krónan kunni að hrinja. Það er örugglega eitthvað til í því hjá honum en ef við gerum ráð fyrir því að það takist að semja við jöklabréfaeigendur og vöruskiptajöfnuður verði jákvæður áfram eru forsendur til staðar fyrir því að hrunið verði bara tímabundið og að styrkingin verði hröð í kjölfarið og að langtímajafnvægi náist við talsvert sterkari krónu. Þetta eru markmið stjórnvalda og við skulum vona að þeim takist að gera eitthvað rétt.

Mér dettur því ekki í hug að skipta erlendu lánunum mínum í íslensk heldur nýti mér þau úrræði sem eru til....frysting og/eða greiðslujöfnun.

Var einmitt í bankanum í morgun og spurði hvort það væri skynsamlegt að skipta. Þjónustufulltrúinn sagði mér að það væri einmitt mikið spurt í kjölfarið á viðtalinu við Margeir. Hún sagði líka að bankinn ráðlegði ekki í þessum málum....óvissan væri einfaldlega of mikil.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband