Ræður fólk við afborganir?

Ég man ekki betur en að Glitnir hafi fyrir nokkrum árum boðið viðskiptavinum sínum að fjármagna íbúðir sínar með óverðtryggðum lánum. Fáir ef nokkrir nýttu sér þennan lánakost. Fasteignaeigendur vildu fremur verðtryggð eða erlend lán, enda afborganir af óverðtryggðum lánum eitthvað sem fáir geta ráðið við miðað við vaxtastig á síðustu árum. Fyrsta vaxtagreiðsla af 18 milljóna króna láni er um 278.000 kr. miðað við 18,5% vexti en lækkar svo eftir því sem gengur á höfuðstólinn.

Svo var það Allianz sem íhugaði að bjóða óverðtryggð fasteignalán en ekkert varð úr því.

En miðað við lækkun verðbólgu og það háa vaxtastig sem við búum við þá er varla hægt að mæla með því setja óverðtryggt lán á húsið sitt.


mbl.is Landsbankinn býður óverðtryggð íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við þá ekki að vonast til að íbúðaverð fari lækkandi svo fólk þurfi ekki að taka 18 milljóna króna lán?

Björn I (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:38

2 identicon

Þ að væri náttúrulega glapræði að fara að skuldbreyta verðtryggðum lánum sínum í óverðtryggð núna og ég er ekki viss hvað Landsbankinn er að pæla með að koma með þetta núna.

Núna er neikvæð verðbólga og munu verðtryggð fasteignalán líklega lækka um 1% um næstu mánaðarmót og meira jafnvel 3% um þarnæstu.

Ég vona bara að Landsbankamenn upplýsi fólk í vandræðum um þetta ef það ætlar að skuldbreyta lánum sínum.

Svavar (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband