Michael Lewis er enginn api

Ekki ćtla ég ađ blanda mér í ţćr deilur um hvort Íslendingar séu hálfvitar. Ţađ má vel vera. Hins vegar veit ég eitt fyrir víst ađ Michael Lewis er áhugaverđur rithöfundur fyrir ţá sem hafa gaman af viđskiptum og fjármálum. Hann skrifađi m.a. Liar´s Poker sem lýsir menningunni á Wall Street á 9. áratugnum. Ég hef veriđ ađ lesa "The Money Culture" sem er greinasafn frá 9. og öndverđum 10. áratugnum ţar sem Lewis segir frá hruninu, vitfirringunni, "junk" skuldabréfunum og skuldsettu yfirtökunum á Wall Street. Jafnframt lýsir hann skemmtilega frá ţví hvernig amerísk fjárfestingabankastarfsemi sölsađi undir sig Bretland, Frakkland og Japan. Sjálfur var Lewis starfsmađur hjá Salomon Brothers og skrifađi um reynslu sína um helgar og á kvöldin.

Rauđi ţráđurinn er sá ađ sagan muni endurtaka sig, enda sé áhćttusöm bankastarfsemi jafnan skrefi á undan lögum og reglum. Verđur ekki annađ sagt en ađ Lewis hafi reynst sannspár.

Ein greinin fjallar um hvernig American Express tók bandaríska smásala í bakaríiđ međ fáranlegum fćrslugjöldum og löngum greiđslufresti. Ég get ekki betur séđ en ađ sagan sé ađ endurtaka sig á Íslandi - bara 20 árum síđar.


mbl.is Íslendingar engir hálfvitar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband