20.2.2009 | 22:30
Reynsluboltar hverfa á braut
Nú hafa tveir fyrrverandi sparissjóðstjórar gamla SPK látið af störfum hjá Byr sparisjóði. Carl H. Erlingsson, sem hætti fyrir nokkrum vikum, og Ingólfur V. Guðmundsson eru reynslumiklir bankamenn sem unnu frábært starf hjá SPK. Sparisjóðurinn var kominn í töluverðar ógöngur snemma á öldinni en þeim tókst að snúa þróuninni við. SPK var þannig orðinn einn sterkasti sparisjóðurinn þegar hann sameinaðist BYR.
Það vekur alltaf athygli þegar reynsluboltar úr bankaheiminum hverfa á braut, ekki síst þegar haft er í huga nýlega könnum Samtaka fjármálafyrirtækja sem sýndi að hátt hlutfall starfsmanna banka og sparisjóða hafði litla starfsreynslu.
Framkvæmdastjóri Byrs verðbréfa lætur af störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.