Er letin að drepa RÚVara

Er letin að yfirbuga fréttamenn RÚV? Það mætti halda það miðað við þessa frétt af textavarpinu:  

"4300 fyrirtæki gætu farið í vanskil    
Tæplega 150 fyrirtæki hafa farið í þrot síðast liðnar fimm vikur samkvæmt
samantekt Credit-info. Fyrirtækið spáir því að 4.300 fyrirtæki lendi í
alvarlegum vanskilum næstu 12 mánuði.

Ómar Berg Torfason, greinarsérfræðingur hjá Credit Info, segir að hluti af
fjöldanum sé óvirk fyrirtæki, svokölluð skúffufyrirtæki. Finna þurfi út hversu
mörg þau séu til að fá út hversu hátt hlutfall starfandi fyrirtækja gætu
farið í þrot. Fréttastofan hefur áhuga á að heyra af fyrirtækjum sem eiga í
miklum erfiðleikum eða farin í þrot
[sic]."
Fjölmiðlamenn taka upp símann ef þá vantar viðmælendur. Oft á tíðum leiðir ein frétt til annarrar fréttar en þá er það ekki vaninn að auglýsa opinberlega eftir viðmælendum eða upplýsingum. Í þessu tilviki getur það ekki verið erfitt að komast í tæri við fyrirtæki sem standa tæpt; meirihluti fyrirtækja í landinu á nefnilega í miklum erfiðleikum.

mbl.is 3.500 fyrirtæki stefna í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband