Asnar í augum kröfuhafa

Ein ástæða sem hefur verið nefnd fyrir því að stórir þýskir bankar höfnuðu tilboði ríkissjóðs er sú að þeir vilji láta reyna á lögmæti neyðarlaganna sem gera innlán að forgangskröfu í þrotabú fjármálafyrirtækja. Þar með töpuðu stofnfjáreigendur í BYR öllu sínu stofnfé og kröfuhafar sínum kröfum.  

Staðan er einfaldlega þessi: Erlendir bankar eru búnir að fá nóg af Íslendingum, bankamönnum og stjórnmálamönnum . Við erum asnar í augum erlendra kröfuhafa, eins og fráfarandi stjórnarformaður Byrs gat um í gær. Samskipti íslensks viðskiptalífs við erlend fjármálafyrirtæki hafa verið afar stirð frá hruni fjármálakerfisins og versna enn frekar eftir fall tveggja stóra sparisjóða.


mbl.is Reyni á lögmæti neyðarlaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Eggert Þór. 

Ég set ekki undir því að vera kallaðu asni án þess að mótmæla því.  Ég er ekki asni.

Því beinir þú og fráfarandi stjórnarformaður BYRS nafnakalli að saklausum borgurum þessa lands ? Því beinir þú ekki reiðinni og niðurtalinu að gerendunum ?

Ég tók ekki þátt í þessum fáránlegu gjörningum innan BYR. Ég er viðskiptavinur þar nú til yfir 20 ára og hef staðið þar við mitt að fullu. 

Þú getur hins vegar vinsamlega bent mér og öðrum sem sætta sig ekki við svona orðbragð á heimildina fyrir þessum ósanngjörnu ávirðingum á Íslendinga.

Ég get þá sent þeim pistilinn og mun ekki hika við það.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 14:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Eggmann 

Er þá einhver ástæða til að tala við þá um Icesave ?

Halldór Jónsson, 24.4.2010 kl. 22:50

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég trúi á dómstóla sem leið til taka mál úr um ferð, fella niður þvinganir með mál er fyrir dómstólum er venjan. Icesave er dæmi um slíkt mál. Hreinsa ríkisstjórn Íslands af þeim áburði að hafa staðið á bak við alþjóðlega fjárglæfrastarfsemi.  Séreignarfyrirtæki er séreignarfyrirtæki þótt allir þingmenn hafi verið hlutahafar frá stofnun.

Hlutafélag er sjálfstæð persóna að lögum. Á sig sjálft. Á Íslandi frá fornu fari gildir sú ranghugmynd að hluthafar eigi hlutafélagið.

Hlutafélög voru gerð um áhættu rekstur og fengu skattaívilnanir til bráðabrigða í formi afskrifta.

Séreignarfyrirtæki eru algenga formið og talið áhættulaust. Þar töldu eigendur hér á Íslandi hlutafélagaformið hagstæðara skattalega séð. Breyttu því í hlutafélag oft sjálfir með 90% hlut og nokkrir úr fjölskyldunni eða vinir fengu að vera með.  

Þaðan kom þess ranghugmynd hér að hluthafi eigi hlutafélagið. Þessi kappar ráku hinsvegar sín hlutafélög áhættulaust  og eins og þeir ættu það. Beittu afskriftum út í ystu æsar. Stækkuðu að eignum og greiddu lítinn arð annan en í góð laun til allra starfsmanna sem borguð tekjuskatt.

Um 1980 komu svo hálfvitakynslóðin fram og breytt illa rekum rekstrafyrirtækjum í almenningshlutafélög, greiddu lítin arð en fengu fé inn í reksturinn í formi hlutafjár. Kauphöllin hér er búin að vera til skammar á Wikipedia í fjölda ára. Samt sem áður er hún en opinn.

Kauphöll þrífst ekki á 300.000 manna neytenda markaði með nánast engar neyslutekjur. Allt fer í skatta, lífeyrissjóði, og neysluverðbólguvaxtaskatta á heimilisfasteigninni.

Rökrétt er réttlátt og þroskað. Developed   

Júlíus Björnsson, 25.4.2010 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband