Átti að taka sæti í stjórn Kaupþings

Stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar urðu aldrei að veruleika þegar Kaupþing féll blessunarlega frá áformum sínum að kaupa NIBC fyrir 270 milljarða króna. Seljandinn JC Flowers átti að fá 16% hlut í Kaupþingi og verða annar stærsti hluthafinn. Forsvarsmönnum Kaupþings þótti það mikill fengur að fá jafnáhrifamikinn fjárfesti og JC Flowers, sem hefur sérhæft sig í áhættusömum fjárfestingum í fjármálageiranum, til liðs við sig. Þá stóð til að Ravi Sinha, viðskiptafélagi Kaupþings og fyrrum framkvæmdastjóri hjá JC, tæki sæti í stjórn bankans þegar kaupin voru frágengin.

JC Flowers varð þannig aldrei hluthafi í Kaupþingi eins og kemur fram í fréttinni. Kaupþing ku hafa fjármagnað Sinha við kaup í sjóðum JC Flowers.


mbl.is Viðskiptafélagi Kaupþings til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband