Gegnsæi og Baugur

Ein af þeim tillögum sem lífeyrissjóðir gera að skilyrði fyrir framtíðarfjárfestingum í fyrirtækjabréfum er skráning bréfanna í Kauphöll Íslands áður en útgefandi fær greitt.

Þetta er áhugaverð tillaga sem eykur öryggi fyrir eigendur fyrirtækjaskuldabréfa. Jafnframt eykur þetta gegnsæi á fjármálamarkaði þar sem útgefendur skráðra verðbréfa munu þurfa að birta fjárhagsupplýsingar með reglubundnum hætti. Miðað við þetta þá munum við kannski aldrei sjá risafyrirtæki eins og Baug sem fjármagnaði sig í miklum mæli með útgáfu óskráðra skuldabréfa en kaus að vera utan við sviðsljós skráðra verðbréfamarkaða.


mbl.is Lífeyrissjóðir geri strangari kröfur til útgefenda verðbréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband