Hvað segir Jóhanna nú?

Eins og frægt er skapaðist mikil umræða um arðgreiðslustefnu HB Granda í fyrra. Þrátt fyrir að félagið hefði lækkað arðgreiðslur á milli ára vakti sú ákvörðun stjórnenda félagsins að greiða út arð en standa ekki við samningsbundnar launahækkanir töluverðan úlfaþyt, einkum í stjórnarráðinu. Það er mikið áhyggjuefni út í hvaða farveg umræður um arðgreiðslur fyrirtækja er kominn. Arður er orðið bannorð á Íslandi, nánast glæpur gagnvart fyrirtækinu sjálfu og samfélaginu. Það gleymist að eigendur fyrirtækja setja auðvitað ávöxtunarkröfu á sitt fé.

Nú ætlar HB Grandi að greiða út 12% sem út af fyrir sig er fagnaðarefni að íslenskt fyrirtæki skuli hafa bolmagn til þess. Tólf prósenta arður er hins vegar varla ásættanleg ávöxtun fyrir hluthafa þegar aðrir áhættuminni fjárfestingarkostir eru í  boði, t.d. ríkistryggð innlán og skuldabréf. Kappsmál stjórnenda HB Granda virðist augljóslega vera það að greiða niður langtímaskuldir og gera endurgreiðslubyrði félagsins skaplega. Skammtímaskuldir HB Granda sem koma til greiðslu á árinu eru gríðarlegar háar, nærri tvöfalt hærri en handbært fé, en fram kemur í ársreikningi að vilyrði hafi fengist hjá tveimur bankastofnunum að lengja í lánum. Til lengri tíma munu hluthafar vonandi bera meira úr býtum.

 


mbl.is HB Grandi greiðir 12% arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Arðgreiðslan er mjög hófleg enda hagur þessa fyrirtækis nokkuð traustur.

Mér finnst stjórnunarkostnaður hins vegar vera nokkuð vel útmældur og spurning hvaða ástæða er fyrir að hann sé svona hár. Þá má spyrja hvernig í ósköpunum menn geti eytt svo háum launum nema í einhverja vitleysu? Þannig fór um mörg góð fyrirtæki þar sem laun yfirstjórnenda voru spennt upp fyrir alla skynsemi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2010 kl. 11:56

2 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Fyrst þú spyrð, þá reikna ég með því að Jóhanna - sem og aðrir - gleðjist yfir því að íslenskt fyrirtæki nái að greiða út arð og þurfi ekki að gera það með því að ganga á umsamin kjör starfsfólks síns. Um það snerist nú öll umræðan á sínum tíma en ekki það að arðgreiðslur væru vondar.

Benedikt Bjarnason, 18.3.2010 kl. 10:17

3 identicon

voðalegt bölvað rugl er þetta í þér alltaf drengur. það á að leggja af með öllu þessar andskotans arðgreiðslur líkt og listamannalaun.

Jón Viðar Stefánsson (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband