Endurskrifar sögubćkurnar

LeBron James hefur átt stórkostlegt tímabil og kemur fátt í veg fyrir ađ hann verđi útnefndur leikmađur keppnistímabilsins (MVP). Gaurinn er međ 30 stig í leik, rúm 7 fráköst og nćrri 9 stođsendingar og Cavaliers stefnir hrađbyri ađ fyrsta meistaratitli félagsins.

James er ekki nema rétt rúmlega 25 ára gamall og ćtti ţar af leiđandi eftir ađ eiga sín bestu ár, jafnvel 7-8 frábćr keppnistímabil. Haldi hann sama dampi og forđist alvarleg meiđsl ćtti NBA-stigamet Kareems Abdul-Jabbar ađ falla áriđ 2020. Jabbar var 28 ára ţegar hann fór yfir fimmtán ţúsund stiga múrinn en var um 42 ára ţegar hann setti síđasta sveifluskotiđ niđur.

En met eru til lítils án titla. Pressan verđur mikil á James og félögum í vor.


mbl.is LeBron James bćtti met Kobe Bryant
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá LeBron og hann mun enda ferilinn sem einn af ţeim allra bestu í sögunni.

Mér finnst hinsvegar furđulegt hvađ fjölmiđlar, bćđi erlendir sem og hér heima, einblína mikiđ á afrek LeBron en ekki annarra í deildinni. Nefni ég ţar sem dćmi Dwight Howard. Ţađ sem hann er ađ afreka er ekkert slor.

Yngsi leikmađur í sögu deildarinnar til ađ leiđa deildina í vörđum skotum og yngstur til ađ ná 1000, 2000, 3000, 4000 og 5000 fráköstum.

Í fyrra komst hann í sögubćkurnar fyrir ađ vera sá fimmti til ađ vera efstur í fráköstum og vörđum skotum á sama tímabili. Hinir sem gerđu ţađ voru Kareem Abdul-Jabbar, Bill Walton, Hakeem Olajuwon og Ben Wallace. 

Verđur fyrsti leikmađur í sögu NBA til ađ leiđa deildina í fráköstum og vörđum skotum tvö ár í röđ... og möguleiki á ađ hann verđi fyrsti leikmađur í sögu deildarinnar til ađ leiđa deildina í fráköstum, vörđum skotum og skotnýtingu. 

45 stig, 19 fráköst og 8 varin skot gegn Charlotte Bobcats ... fyrsti og eini leikmađur í sögu deildarinnar frá ţví varin skot voru talin (1973-74).

Ţreföld tvenna gegn Thunder, 30 stig, 19 fráköst og 10 varđir boltar. Sá sem afrekađi ţađ síđast á undan honum var Hakeem Olajuwon, ţann 13. apríl 1996. 31 stig, 13 fráköst og 10 varin skot. 

NBA Finals met gegn Lakers, 9 varin skot í einum leik.

21 tvöföld tvenna í úrslitakeppninni á síđasta tímabili og leiđir deildina í ţeim flokknum ţetta áriđ, líkt og í fyrra. Einhvern tímann var ESPN međ umfjöllun um 20-20 leikina hans, ţađ er fjöldi leikja sem Dwight hefur náđ 20 stigum og 20 fráköstum ađ lágmarki. Minnir ađ á síđasta tímabili hafi ţeir veriđ um 13 talsins og Dwight var međ 8 eđa 9 af ţeim leikjum (man ţetta samt ekki nákvćmlega)

Auk ţess eru fáir leikmenn í deildinni sem breyta sóknarleik andstćđinganna eins mikiđ og hann, leikskipulag annarra liđa gjörbreytist gegn Orlando útaf varnarmanni ársins. Önnur liđ reyna mun minna ađ komast ađ körfunni og breytast meira í stökkskotliđ. Í raun má segja ađ Dwight sé upphaf Orlando í sókn og vörn. Fáir leikmenn í deildinni eru drifkraftur sinna liđa á báđum endum vallarins. Margir eru góđir sóknar og varnarmenn, en Dwight er frábćr varnarmađur og sókn Orlando keyrist áfram í gegnum hann (inside-out play) og ef vörn andstćđinga fellur niđur á hann, ţá er hann ađ verđa nokkuđ góđur í ađ koma boltanum út frá sér til opinna skotmanna utan línunnar.. sem er eitt ađalvopn Orlando.

Gćti haldiđ áfram ađ leita ađ allskyns tölfrćđi um ţennan dreng, en lćt ţetta duga. LeBron og Kobe eru ekki ţeir einu sem eru ađ gera magnađa hluti. 

Dwight (IP-tala skráđ) 20.3.2010 kl. 11:46

2 identicon

"45 stig, 19 fráköst og 8 varin skot gegn Charlotte Bobcats ... fyrsti og eini leikmađur í sögu deildarinnar frá ţví varin skot voru talin (1973-74)."

Vantađi "til ađ ná slíkri tölfrćđi" ţarna aftan á. 

Dwight (IP-tala skráđ) 20.3.2010 kl. 11:49

3 Smámynd: Eggert Ţór Ađalsteinsson

Howard er ađ skila ótrúlegum tölum ţótt hann muni aldrei slá frákastamet Chamberlains sem tók um 23 fráköst ađ međaltali leik. Ţađ met mun vćntanlega standa um aldur og ćvi. Hann á einnig langt í land ađ ná Olajuwon sem hefur variđ flest skot í sögu NBA.

Eggert Ţór Ađalsteinsson, 20.3.2010 kl. 12:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband