28.1.2010 | 10:44
Hinir stóru og hinir smáu
Frá og með næstu áramótum hyggjast skattayfirvöld skattleggja arðgreiðslur og söluhagnað hlutabréfa hjá þeim félögum sem eiga minna en 10% í öðru félagi að fullu. Þarna er komin vísir að því að skattleggja arðgreiðslur á milli fyrirtækja sem ýmsir hafa talað fyrir, þar á meðal félagi minn Jón Steinsson. Þessar breytingar munu vafalaust hafa töluverð áhrif á viðskiptalífið.
Það vekur athygli mína hvernig skattayfirvöld ætla að mismuna fyrirtækjum eftir því hvernig eignarhaldi í öðrum fyrirtækjum er háttað. Þannig verða arðgreiðslur í félögum þar sem eignarhlutur er undir 10% ekki undanþegnar skatti og söluhagnaður verður ekki skattfrjáls af félögum þar sem eignarhald er undir 10%. Fyrirtæki, sem eiga 10% eða meira í öðrum fyrirtæki, sleppa hins vegar við skattlagninguna. Þannig hefði Oddaflug Hannesar Smárasonar sloppið við að greiða skatt af arðgreiðslum í FL Group en smærri hluthafar, t.d. Materia Invest ehf., orðið að greiða keisaranum það sem keisarans er. Ég velti því fyrir mér hvernig koma þessar hugmyndir heim og saman við endurreisn hlutabréfamarkaðar, sem er vonandi í bígerð, þar sem megináherslan hlýtur að vera lögð á dreift eignarhald.
Fyrir næstu áramót hljóta því margir eigendur fyrirtækja að íhuga gaumgæfilega stöðu fjárfestinga sinna í öðrum fyrirtækjum.
2642 ný hlutafélög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert sem sagt að segja að þarna sé verið að mismuna aðilum eftir efnahag. Þeir sem eiga mikið sleppa en þeir sem minna eiga borga.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 13:06
Annað verður ekki lesið út úr þessu.
Eggert Þór Aðalsteinsson, 28.1.2010 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.