Hvar var eftirlitið?

Eftir að Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, viðurkenndi að hafa greitt sér út ólögmætan arð út úr Nesveri hlýtur maður að spyrja um þátt eftirlitskerfisins. Hvorki endurskoðandi fyrirtækisins, ríkisskattstjóri eða Ársreikningaskrá virðast hafa gert athugasemdir vegna þessarar arðgreiðslu. Þetta mál hlýtur að vera áfellisdómur yfir skrifræðiskerfinu.

Segjum svo að eigendur Nesvers hafi einhverra hluta vegna ekki áttað sig á ólögmæti þess að greiða arð út úr félagi sem hefði ekki safnað upp varasjóðum þá er vert að spyrja hvers vegna komu engar athugasemdir frá starfsmönnum skattayfirvalda sem hafa það að verkefni að þaulskoða rekstur og bókhaldsgögn fyrirtækja í landinu.

Getur verið að fleiri fyrirtæki en Nesver hafi verið misnotuð með sams konar hætti af eigendum sínum á sama tíma og eftirlitsaðilar sváfu á verðinum?


mbl.is Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband