Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
12.1.2010 | 10:51
Hvernig bregst Steingrímur við?
Skattkerfisbreytingar, sem gerðar voru um áramótin, eru dæmi um slægleg vinnubrögð af hálfu ríkisvaldsins, enda gerðar í það miklum flýti að þær settu áætlanir fyrirtækja í uppnám. Virðisaukaskattsbreytingar, sem tilkynntar voru fáeinum dögum fyrir áramót, hafa kostað fyrirtæki fjármuni og tíma. Tölum ekki um tryggingagjaldið sem hefur hækkað um 60% á fáeinum mánuðum. Nú kemur í ljós að rekstrarformum fyrirtækja og félaga er mismunað vegna mismunandi skattlagningar innan þeirra og ef marka má orð Völu Valtýsdóttur gengur orðalag reglugerð mögulega framar lögum.
Nú verður gaman að sjá viðbrögð stjórnvalda. Miðað við hugsunarháttinn hljóta þau að ráðast næst á samlags- og sameignarfélögin og færa skattlagningu þeirra í átt til einkahlutafélaga.
Fyrirtækjum mismunað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2010 | 13:05
Markaðir óbreyttir
Þegar þetta er ritað hafa markaðir ekkert hreyfst eftir ákvörðun forsetans. Litlar sem engar breytingar hafa orðið á gengi krónunnar og viðskipti á hlutabréfamarkaði eru nánast engin. Svona rétt eins og flesta daga undanfarnar vikur.
Einhverjir vildu meina að ef forsetinn nýtti sér málsskotsrétt sinn hefði það neikvæð á hinn handstýrða íslenska fjármálamarkað eins og kom fram í hádegisfréttum útvarpsins á sunnudaginn. Hinir frjálsu markaðir í Evrópu hafa hins vegar hækkað.
Endurreisnaráætlun í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 11:27
Framleiðslan færist til Íslands
Stækkun á framleiðslu Actavis yrðu vafalaust með jákvæðari fréttum sem heyrst hafa í seinni tíð. Actavis er gríðarlega skuldsett fyrirtæki eftir yfirtöku Björgólfs Thors árið 2007 en samt sem áður virðist grunnrekstur fyrirtækisins ganga vel. Framtíð Actavis hvað snýr að eignarhaldi er óljós sökum mikillar skuldsetningar eigandans og hafa velta menn vöngum yfir hvað yrði um starfsemi félagsins á Íslandi yrði það tekið yfir af erlendum kröfuhöfum.
Þessar fréttir af Actavis vekja upp spurningar um hver staðan sé hjá Bakkavör sem upplýsti í fyrrasumar að fyrirtækið kannaði möguleika á að byggja upp nýja verksmiðju á Íslandi sem gæti skapað 500-750 ný störf. Niðurstaða hagkvæmnisútreikninga átti að liggja fyrir í lok sumars. Hvað er að frétta af því máli?
Augljóst er að framleiðslufyrirtækin horfa til láglaunalandsins Íslands.
Mikil stækkun fyrirhuguð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2010 | 12:38
Ekki-áramótakveðja útvarpsstjóra
Útvarpsstjórinn Páll Magnússon fór hörðum orðum um siðlitla viðskiptajöfra og athafnaleysi stjórnvalda í áramótakveðju sinni. Jafnframt sagði hann að Ríkisútvarpið væri ein örfárra stofnana samfélagsins sem hefði tekist að varðveita traust sitt og trúverðugleika.
Þessi orð Páls vekja nokkra furðu í ljósi þess hversu hræðilega hefur tekist hjá yfirstjórn RÚV að halda utan um fjármál stofnunarinnar á fyrsta áratug 21. aldar. Sannast sagna hefur yfirstjórn RÚV sýnt fádæma virðingarleysi gagnvart fjármunum skattgreiðenda, rétt eins og útrásarvíkingarnir, sem fá á baukinn í áramótaávarpinu, hafa gert með hegðun sinni á síðustu árum. Til dæmis hefur eigið fé RÚV tvívegis gufað upp; fyrir og eftir hlutafélagavæðingu. Og ekki er beinlínis hægt að segja að erlendar lántökur hafi skipt sköpum í því hvernig hefur farið hjá RÚV því í miklu skuldafjalli eru erlendar skuldir hverfandi.
Lítil umræða hefur hins vegar farið fram um rekstur RÚV og ábyrgð yfirstjórnar þess. Frá árinu 2001 til 31. ágúst s.l. nam uppsafnaður halli RÚV 2,8 milljörðum króna. Á síðasta rekstrarári var hlutafé RÚV ohf. fært niður um 563 milljónir króna til að mæta miklu tapi rekstrarárið áður. Ríkið kom svo inn nýtt með hlutafé fyrir 1.350 milljónir króna. Strax árið 2003 var vitað í hvað stefndi þegar lausaskuldir hrönnuðust upp og bókfært eigið fé var nær uppurið.
Þessi gorgeir stjórnenda RÚV er eiginlega hjákátlegur þegar skoðuð eru ummæli Óðsins Jónssonar, fréttastjóra RÚV, á vefritinu Pressunni á síðasta ári. Þar tjáði hann sig um aukna samkeppni á ljósvakamarkaði með fréttasamstarfi Morgunblaðsins og Skjás Eins: "Ef Morgunblaðið telur sig geta náð betri árangri á ljósvakanum heldur en á prentmarkaði, þá er sjálfsagt rétt af þeim að láta á það reyna," sagði Óðinn. "Vonandi leiðir það þó ekki til þess að rekstrarvandi blaðsins aukist. Líklega þykir skattborgurum nóg komið af afskriftum í ríkisbankakerfinu vegna fjölmiðla í eigu umsvifamanna sem komu hér öllu í þrot."
En eru þá afskriftir hins opinbera vegna fjölmiðla í eigu hins opinbera í lagi? Finnst almenningi það traustvekjandi?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2009 | 10:37
Blendnar tilfinningar um FIH
Ein af áhugaverðari bókunum um útrásina og hrunið er tvímælalaust Ævintýraeyjan eftir Ármann Þorvalds, enda lýsir þar lykilmaður útrásinni á nokkuð hispurslausan hátt. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því hlutverki sem Ármann gegndi sem skýrist eflaust af því að hann var lítt áberandi í íslenskum fjölmiðlum. Í eftir-á-hyggju þjóðfélaginu eru hugleiðingar Ármann um kaupin á FIH í Danmörku sem standa upp úr í þessari bók og í raun og veru ótrúlegt hversu lítið hefur verið fjallað um þann þátt.
Þegar Ármann horfir um öxl eru tilfinningar um hina risavöxnu yfirtaka Kaupþings á FIH, sem eru næststærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar, blendnar. Annars vegar var FIH fjármagnaður með skuldabréfaútgáfu (heildsölulánum) sem gerði Kaupþingi erfitt fyrir þegar lánsfjármarkaðir bókstaflega þornuðu upp árið 2007. Hitt er ekki síður athyglisvert, ekki síst ef það er sett í samhengi við alla þá furðulegu gjörninga sem áttu sér stað á síðustu vikunum fyrir hrunið og þá staðfestu skoðun margra helstu útrásarvíkinganna að eignasala væri sama og uppgjöf."Hluthafar Kaupþings urðu jafnframt að skuldsetja sig frekar til að fjármagna þátttöku sína í hlutafjárútboðinu sem varð til þess að draga úr fjárhagslegum styrk þeirra." (bls.125)
26.12.2009 | 14:33
Uppgjöf gegn verðbólgu
Þessi frétt gæti alveg eins átt við Ísland nema að hér er hættan sú að þar sem engin efnahagsbati virðist vera í augsýn mun samdráttur í neyslu leiða til dýpri kreppu.
Þetta er því ekki beinlínis glæsilegt rekstrarumhverfi sem íslensk fyrirtæki búa við eftir áramótin: Hækkun tryggingagjalds og virðisaukaskatts, í bland við hærri verðbólgu, sem hefur áhrif á rekstrarkostnað, skila sér einungis í lægri framlegð fyrirtækja. Þau fyrirtæki, sem eru í þeirri stöðu að taka á sig vsk.-hækkunina á sinn kostnað munu skila minni arðsemi. Önnur velta þessu beint út í verðlagið en það eru takmörk fyrir því hvað neytendur þola.
Fáir virðast hafa gefið því gaum að stjórnvöld hafa algjörlega gefist upp í baráttunni við verðbólgu og sleppa henni óhindrað út í hagkerfið. Nú er ekki lengur hægt að kenna krónunni um verðlagshækkanir.
Hærri virðisaukaskattur Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2009 | 12:45
Guð forði okkur frá verðbólguspám
Almenningur hefur litla tilfinningu fyrir verðbólgunni og telur hana nú vera um 11% þegar hún mælist í raun 7,5%. Þetta getur ekki verið góðs viti; verðskyn hefur verulega. Fyrir ári síðan taldi almenningur að verðbólgan myndi mælast 14,5% að ári liðnu sem þó var í takt við verðbólgutölur á þeim tíma.
En á sama tíma og almenningur ofmetur verðbólguna hafa fyrirmyndirnar, Seðlabankinn og greiningardeildir bankanna, vanmetið verðbólguna í spám sínum í mörg ár. Verðbólgumarkmið Seðlabankans náðust síðast á fyrri hluta ársins 2004 en þá var Davíð Oddsson enn þá forsætisráðherra.
Almenningur telur að verðbólga verði um 10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2009 | 09:24
Að þverbrjóta hlutafélagalög
Ríkið ætlaði sér að taka 6,5 milljarða króna út úr Arion banka vegna reikningsársins 2008 án þess að fram hefði farið aðalfundur og óháð því hvort efnahagur bankans hefði leyft slíkan gjörning. Stofnefnahagaur bankans lá þannig ekki fyrir fyrr en á þessu ári. Auðvitað er það svo að hluthafafundur einn getur samþykkt tillögu stjórnar um arðgreiðslur.
Annars stefnir ríkissjóður á að þurrausa eignir sínar á næstu árum. Á næsta ári ætlar ríkissjóður að taka einn milljarð króna út úr ÁTVR en til samanburðar námu arðgreiðslur á árunum 2007 og 2008 um 152 milljónum og 182 milljónum seinna árið. Í ár fékk ríkið 210 milljónir þannig að arðgreiðslur munu nærri fimmfaldast á milli ára. Þetta er kannski ekkert svo slæmt á þessum tímum en auðvitað er allt best í hófi.
Arðgreiðsla frá Arion gengur ekki upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2009 | 11:17
Umfjöllun og auglýsingar
Í helgarblaði Fréttablaðsins er sagt frá sektargreiðslum sem samkeppniseftirlitið hefur lagt á Símann eftir að fyrirtækið kippti fótunum undan litlu fjarskiptafyrirtæki árið 2007. Eigandi litla félagsins segir að grunnur fyrirtækisins hafi horfið við þetta og þrátt fyrir að hann hefði getað farið fram á gjaldþrot kaus hann að forðast það.
Ef eitthvað er spaugilegt við þessa frétt þá er það sennilega heilsíðuauglýsingin frá Símanum sem liggur hægramegin við fréttina. Símamenn eru eflaust alveg í skýjunum yfir þessu!
Þetta minnti mig aðeins á umfjöllun Fréttablaðsins um Baugsmálið snemma árs árið 2006. Tvo daga í röð var umfjöllun af réttarhöldum í Baugsmálinu eins og "klausa innan í opnuauglýsingu frá Bónus ... Stór Bónusauglýsing vinstra megin við hana og heilsíðuauglýsing frá fyrirtækinu hægra megin. Þetta getur varla verið tilviljun, svona tvo daga í röð," segir Ólafur Teitur Guðnason í bókinni Fjölmiðlar 2006.
Gert að greiða 150 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2009 | 14:22
Hringlandaháttur með vaskinn
Fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar eru dæmi um bagaleg vinnubrögð meirihlutans á Alþingi. Þegar innan við tvær vikur eru til áramóta er ákveðið að breyta áður boðum breytingum á virðisaukanum og þótti mörgum nóg um þann skamma fyrirvara sem atvinnulífinu var gefinn til að bregðast við. Þeir sem selja út virðisaukaskattsskylda vörur og þjónustu vita varla hvort vaskurinn hækki í 25,0% eða í 25,5% um áramótin. Pólitíkusarnir gleyma þeim kostnaði og þeirri vinnu sem bíða atvinnulífsins við þessar breytingar, t.d. uppfærsla á öllum kassakerfum landsins.
Hækkun virðisaukans um eitt prósentustig í efra þrepinu þýðir væntanlega að smásalinn þarf að hækka vöruna um 0,8% til þess að halda óbreyttum hlut. Enn einn bensíndropinn á verðbólgubálið.
Breytingar á skattatillögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |