Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Atvinnusköpun fyrir skoðunarstöðvar

Þetta er eitt af mörgum einkennilegum forgangsatriðum hjá stjórnvöldum; að koma á vanrækslugjöldum hjá eigendum ökutækja sem láta ekki skoða á tilsettum tíma. Nóg hefur kaupmáttur almennings dregist saman sökum skattahækkana, bágborins atvinnuástands og verðbólguáhrifa. Þá hefði maður haldið að ástand íslenska ökutækjaflotans væri gott eftir fjárfestingafyllerí undangenginna ára. Fyrir utan ríkissjóð, og skriffinna þar, hljóta skoðunarstöðvarnar að vera himinlifandi, enda hljóta umsvifin að aukast talsvert. Og hverjir skyldu eiga þær?

Annars virðist þessi innheimtuharka stjórnvalda hafa áhrif því þegar ég mætti með bílinn minn snemma dags á síðasta degi mánaðarins var allt pakkfullt af bifreiðaeigendum í sömu erindagjörðum. Þá hrundi tölvukerfi Frumherja ... 


mbl.is 164,5 milljónir í sektir vegna óskoðaðra ökutækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt ástar- og haturssamband

FL Group átti ekki í vandræðum með að dæla 30 milljónum inn í Sjálfstæðisflokkinn í árslok. Allar byssur félagsins voru hlaðnar eftir söluna á Icelandair. Styrkurinn til flokksins nam ekki nema 0,1% af söluhagnaðinum af fjöregginu góða.

Hins vegar er upphæðin hreint ótrúlegt þegar haft er í huga andúð forystu flokksins á FL og helstu hluthöfum þess alla tíð. Þá má ekki gleyma að Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs, hafði gengið út úr stjórn FL sumarið 2005 við þriðja mann. Það að stjórnarmenn skulu hafa gengið út úr almenningshlutafélagi var einstakur atburður í íslensku viðskiptalífi. Var Hannes með einhvern móral?


mbl.is Styrkir endurgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn fagna

Nær allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og kraganum, sem buðu sig aftur fram, eru sigurvegarar prófkjöranna og lausir við það að mæla göturnar á næstu mánuðum eins og 17 þúsund Íslendingar. Breytingin er svo lítil að einhver kynni að halda að við værum annaðhvort enn stödd í Sovétríkjunum með Brésneff aðalritara í formalíni eða bankana í fullum gangi við að mala pappírsgróða.

Er bara ekki svo viss um að kjósendur muni meta þennan "Nýja-Sjálfstæðisflokk".


mbl.is Illugi sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á lýðveldisstofnunina

Þessa frábæra kjörsókn frænda okkar í Norður-Kóreu minnir mann úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sambandsslitin við Dani árið 1944. Þar nýttu um 97,9% kjósenda kosningarétt sinn. Engin var óhultur fyrir kosningasmölunum, ekki einu sinni sjúklingar á spítulunum eða gamla fólkið.


mbl.is 99,98% kjörsókn í Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör kalla á baráttu

Sjálfstæðisflokkurinn hefur oftar en ekki efnt til prófkjöra til þess að raða sínum listum upp. Þetta er lýðræðisleg leið þar sem almenningur og/eða flokksbundnir sjálfstæðismenn fá því ráðið hverjir leiða flokkinn. Það að fara þá leið hlýtur eðillega að kalla á baráttu þegar fleiri en einn sækjast eftir ákveðnu sæti og því getur það varla verið óeðlilegt að maður eins og Guðlaugur Þór leggi eitthvað á sig til að velta gömlum hundum úr sessi. 

Fróðir menn segja mér að kosningavél Guðlaugs Þórs sé ein sú harðasta sem litið hefur dagsins ljós á Fróni.


mbl.is „Ekki erfiðasta prófkjörið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband