Furðulegt ástar- og haturssamband

FL Group átti ekki í vandræðum með að dæla 30 milljónum inn í Sjálfstæðisflokkinn í árslok. Allar byssur félagsins voru hlaðnar eftir söluna á Icelandair. Styrkurinn til flokksins nam ekki nema 0,1% af söluhagnaðinum af fjöregginu góða.

Hins vegar er upphæðin hreint ótrúlegt þegar haft er í huga andúð forystu flokksins á FL og helstu hluthöfum þess alla tíð. Þá má ekki gleyma að Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs, hafði gengið út úr stjórn FL sumarið 2005 við þriðja mann. Það að stjórnarmenn skulu hafa gengið út úr almenningshlutafélagi var einstakur atburður í íslensku viðskiptalífi. Var Hannes með einhvern móral?


mbl.is Styrkir endurgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smáruslið birtist eitt af öðru fyrir hreina tilviljun.  30 milljónir var smáupphæð

á blöðrutíma þegar varla tók því að færa milljarða til bókar. Á mörgum hvílir

einmitt sá grunur að mútur og mútuþægni hafi blómstrað á Íslandi í nokkur ár

á fyrsta áratug aldarinnar. Grunurinn veldur óþægindum. Afneitun er líklega best.

Baldur Andrésson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband