1.12.2009 | 12:25
Bjóðum vofuna velkomna
Á sama tíma og hættan á verðhjöðnun fjarar út í mörgum OECD-ríkjum eigum við Íslendingar í stökustu vandræðum að ná verðbólgunni niður þrátt fyrir mikinn samdrátt í hagkerfinu. Greinendur og Seðlabankinn gerðu á sínum tíma ráð fyrir að verðbólgan myndi dragast verulega saman á seinni hluta þessa árs en nú er fyrirséð að verðbólga haldist há langt fram á næsta ár, þökk sé veikri krónu og nýjustu skattahækkunum ríkisins.
Ég man bara ekki hvenær verðbólgan innan árs fór síðast undir 3,0%. Var það ekki árið 2002? Nú mælist tólf mánaða verðbólga 8,7% í bullandi samdrætti og sumir telja að hún muni jafnvel hækka á næstu mánuðum, jafnvel fara upp í 10%!
Það yrði sterkur leikur yfirvalda að bjóða verðhjöðnunarvofunni að taka vetursetu á Íslandi og senda verðbólgudrauginn úr landi.
Verðhjöðnunarvofa á undanhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sanniði til ef svo ólíklega skyldi fara að þessi verðhjöðnunarvofa byrtist hér yrði vísitölutenging skulda afnumin á nokkrum dögum. Um leið og skuldarar færu að fá hagnað af þessari vísitölu væri fyrst hægt að afnema hana.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.12.2009 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.