Afskriftir, afslættir og aðhald

Ég og mín ektakvinna keyptum okkur nýverið skó í ónefndri skóverslun í Smáralind sem er svo sem ekkert fréttnæmt, enda urðu Íslendingar skósjúkir eftir að það þótti púkalegt að ganga um í slitnum skóm að hætti forfeðra okkar. Nema það þegar ég bað um afslátt, sem starfsmaður fyrirtækis í Smáralind, þá var mér sagt að verslunin hefði afnumið alla afslætti, til öryrkja, ellilífeyrisþega og starfsfólks í Smáralindinni.

Verslun þessi er hluti af stærsta skóbúðaveldi landsins. Ég spurði afgreiðslustarfsmanninn í illkvittni minni hvort það væri rétt hjá mér munað að keðjan hefði nýverið skipt um kennitölu. Jú, starfsmaðurinn kannaðist við það. Reyndar kom það ekki fram í samtali okkar að keðjan skildi eftir sig fleiri hundruð milljóna króna skuld í þrotabúi Sparisjóðabankans þegar búðirnar voru færðar yfir á nýja kennitölu. Betra er seint en aldrei að taka til í rekstrinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband