Skattkerfið blæs út

Fjármálaráðherra beitir sérkennilegum rökum fyrir því að ríkisvaldið hefur nú aðgerðir til þess að afnema sjómannaafsláttinn. Þar sem aðstæður á mörkuðum hafa hækkað tekjur sjómanna langt umfram tekjur annarra hópa á liðnum mánuðum þá sé rétti tímapunkturinn að taka afsláttinn af þeim. Sérfræðingar ráðuneytisins gerast síðan svo djarfir að spá fyrir að tekjur sjómanna verði áfram háar!

Auðvitað eru helstu rökin fyrir afnámi sjómannaafsláttar sanngirnismál; að einn þjóðfélagshópur njóti ekki skattfríðinda umfram aðra. Sjómannaafslátturinn er barns síns tíma og stendur í dag fyrst og fremst fyrir sem "niðurgreiðsla" ríkisins á launakostnaði útgerðarinnar. Hitt er svo annað mál að sjómenn geta varla sætt sig við þessa tekjuskerðingu og kemur það því líklega í hlut útgerðarinnar að bæta upp að hluta það tekjutap sem sjómmenn verða fyrir.

Á sama tíma og ætlunin er að afnema þennan skattaafslátt hefur núverandi ríkisstjórn tekist að flækja skattkerfið á ótrúlegan hátt með fjölgun tekjuskattsþrepa, fjölgun þrepa í virðisaukaskatti, fjölgun þrepa í fjármagnstekjuskatti, hækkun tryggingargjalds um 60% á skömmum tíma, hækkun orkuskatta og aukinni skriffinnsku og vinnu fyrir atvinnurekendur.


mbl.is Boðar afnám sjómannaafsláttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hver þarf ekki að sætta sig við kjaraskerðingu í dag ?

Finnur Bárðarson, 27.11.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband