2010 annus horribilis

Allt bendir til þess að lykilatriði í stöðugleikasáttmálanum nái ekki fram að ganga fyrir 1. nóvember. Hvað gerist þá má Guð einn vita. Staða fyrirtækja og launþegar mun einfaldlega versna enn frekar og dýpka kreppuna. Og svo skal skattpína fyrirtæki og launþega á næsta ári með þeim afleiðingum að lífskjör versna enn þá frekar. Árið 2010 stefnir í að verða sannkallað hörmungarár - annus horribilis.

Ég má til með að birta þennan pistil úr fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu:

Eins og staðan er núna er mjög tvísýnt um framgang stöðugleikasáttmálans, en ljóst er að flest lykilákvæði hans hafa ekki náð fram að ganga á þeim tíma er hann var undirritaður í lok júní. Tíminn vinnur ekki með mönnum eins og staðan er núna og að óbreyttu er ekki líklegt að kjarasamningur SA og ASÍ verði framlengdur hinn 1. nóvember.

Það sem útaf stendur við framgang sáttmálans snýr fyrst og fremst að stjórnvöldum. Fjárfestingar í orkufrekum iðnaði munu ekki hefjast fyrr en fallið hefur verið frá fyrirhuguðum orku- og kolvetnissköttum. Þá hefur úrskurður Umhverfisráðherra um SV-línu þær afleiðingar að allar framkvæmdir tengdar álveri í Helguvík munu tefjast. Þetta eru lykilmálin til að koma hreyfingu á mikilvægustu framkvæmdirnar sem verið hafa í undirbúningi og munu hafa mikið um það að segja að hjól atvinnulífsins komist í gang á ný.

Önnur mikilvæg mál sem enn liggja óleyst og eru margrædd eru lækkun vaxta, afnám gengishafta og ríkisfjármálin. Það að hreyfing komist á öll þessi mál í takt við það sem Stögugleikasáttmálinn segir til um er lykillinn að framgangi sáttmálans. Ábyrgð stjórnvalda er mikil og það má ekki dragast öllu lengur að afstaða stjórnvalda til allra þessara mála komi skýrt og ótvírætt fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband