Kók kaupi Vífilfell

Í dag hafa stjórnarformaður og aðaleigandi Vífilfells og Coca-Cola á Norðurlöndum mótmælt þeim fréttum að Coke á Norðurlöndum hafi hótað að taka sérleyfið af Vífilfelli haldi Þorstein M. Jónsson ekki áfram um stjórnartaumana.

Nokkrir kostir hljóta að vera í stöðunni. Í fyrsta lagi að kröfuhafinn leysi fyrirtækið til sín og selji það síðar sem virðist ekki vera Coke að skapi. Í annan stað að Coke fjárfesti í Vífilfelli og leiði að nýja fjárfesta að rekstrinum. Nú eða að Þorsteinn gjaldi fyrir glannaskap sinn og greiði upp skuldir Vífilfells við bankann sem verður að teljast ólíklegt. Kannski væri einfaldlega best að Coke fjárfesti í Vífilfelli, kæmi inn með erlent fjármagn og tryggði þar hagsmuni sína á Íslandi. 

Gleymum því ekki að Vífilfell hefur þótt gott rekstrarfyrirtæki í gegnum tíðina og var jafnvel orðað við skráningu í Kauphöll á sínum tíma.


mbl.is Segir fulltrúa Coca-Cola ekki hafa hótað Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband