Hótanir í þágu skuldakónga

Hótun Coke á Norðurlöndum um að taka umboðið af Vífilfelli gangi Kaupþing að veðum sínum í fyrirtækinu, sem þýðir í raun og veru að Vífilfell yrði einskis virði, þarf ekki að koma svo mikið á óvart. Erlend stórfyrirtæki hafa með ýmsum hætti reynt að tryggja að skuldakóngar og útrásarvíkingar haldi viðskiptasamböndum hérlendis.

Til dæmis spurðist það út á dögunum að Toyota ætlaði sér að svipta íslenska umboðið sérleyfi ef NBI tæki skuldsettan reksturinn til sín. Eigandi Toyota á Íslandi er Smáey, fjárfestingarfélag Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum. 

Annað dæmi er eflaust þegar breska verslanakeðjan Next plc. hótaði að eiga ekki viðskipti við Ísland nema að fyrri eigendur, sem voru "de facto" löngu gjaldþrota fyrir bankahrunið, kæmu aftur að rekstinum. Stærsti kröfuhafinn varð að bugta sig og beygja fyrir Bretunum.

Afskipti þessara stórfyrirtækja sýna bersýnilega að lengi lifir í gömlum glæðum; útrásarvíkingarnir eru á fullu að tryggja hagsmuni sína í Nýja-Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

einfalt

hættum að kaupa þessa vöru

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2009 kl. 02:46

2 identicon

Algerlega sammála hættum að versla við þessi fyrirtæki eins og skot

Olafur sveinsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 13:56

3 identicon

Við óbreyttir neytendur höfum þetta í hendi okkar, það eru til fleiri tegundir af gosdrykkjum en Coke, fleiri gerðir af bílum en Toyota og aðrar verslanir en Bónus!

Mál til komið að almenningur láti í ljósi vanþóknun sína! Þessir aðilar finna helst til þegar það snertir budduna þeirra, þeir eru ekki öðruvísi en við hin hvað það varðar!

Elías Bj (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 14:44

4 identicon

ríkið á að banna svona fyrirtæki sem hafa í hótunum gagnvart því að starfa hérlendis-ætli móðurfyrirtækin erlendis væru ekki fljót að taka viðsér ef bannað yrði að selja toyota eða kók á íslandi til frambúðar-meiri aumingjarnir þessir "nýju" bankar ef þeir láta gosdrykkjasala eða bílaumboð kúga sig-er þá allt í lagi að senda heimilinum reikninginn. 

zappa (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 15:52

5 identicon

OK, svo þetta sé nú alveg rétt með farið...

Erlendu fyrirtækin segja einfaldlega "við viljum ekki að umboðið sé í höndum andlitslauss gaurs í banka, við viljum að okkar fólk sé að hugsa um okkar vöru og ekkert annað. Ykkur er Guðvelkomið að selja þetta einhverjum, eða setja þetta á hausinn, en enga biðleiki takk.".

Þeir vilja ekki að bankinn yfirtaki, reki og selji síðan einhvern tímann einhverjum einkavini á spottprís. Öll þessi fyrirtæki gera kröfur um það hverjir höndla með dótið þeirra.

Ég skil þá vel, ekki vildi ég að mín vara væri í höndunum á einhverjum fyrirtækjaþjónustufulltrúa í banka, það er ekki eins og það lið hafi sannað getu sína. 

Tóti (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband