24.9.2009 | 20:35
Síðustu leifar SPRON
Þeir viðskiptavinir SPRON, sem höfðu séreignarsparnað hjá sparisjóðnum eða dótturfélaginu nb.is, hljóta að fagna því að Byr sparisjóður hafi tekið yfir þetta verkefni. Mikil óvissa skapaðist um stöðu sjóðsfélaga eftir að SPRON fór í slitameðferð. Þannig hrundu t.d. vextir á verðtryggðum sparnaði eftir að vaxtatafla SPRON færðist úr Ármúlanum yfir í höfuðstöðvar Kaupþings. Allt í einu voru þeir raunvextir, sem nb.is hafði yfirboðið um nokkur misseri, komnir langt niður fyrir innlánskjör í Byr.
Með þessum flutningi er SPRON, sparisjóður Reykvíkinga, við það að syngja sitt síðasta. Lehman Brothers Íslands verða kannski eftirmæli SPRON, sem stofnaður var af iðnaðarmönnum á öndverðum 4. áratug síðustu aldar og var stolt Reykvíkinga um langt árabil.
Séreignasparnaður í SPRON til Byr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.