Þungur róður framundan

Nýr ritstjóri þarf, eins og forverinn, að glíma við mikinn rekstrarvanda. Nýs ritstjóra bíður vafalaust það vandasama verkefni að ráðast í mikinn og sársaukafullan niðurskurð á starfsliði og útgáfutíðni. Það er engum blöðum um það að fletta að Morgunblaðið tapar milljónum í hverjum mánuði og auglýsingatekjur dragast saman. 

Í Mogganum í dag voru aðeins þrjár heilsíðuauglýsingar á 40 síðum eða fjórar að meðtölum bíóauglýsingum. Húsgagnaverslun var á bls. 3 sem jafnan hefur verið dýrasti auglýsingaflöturinn. Í Fréttablaðinu voru 6 heilsíðuauglýsingar (fyrir utan eigin auglýsingar)+6 auglýsingar við hliðana á efnisgálgum+fasteignablað.

 


mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband