Hvenær sat Margrét í stjórn Kaupþings?

Ég minnist þess ekki að Margrét Kristmannsdóttir hafi nokkurn tíma átt sæti í stjórn Kaupþings eins og haldið er fram í þessari frétt mbl.is (sem verður væntanlega leiðrétt). Athugun FME beinist að því hvort Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Norvik og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, sé hæf til setu í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Margrét situr ekki einu sinn í stjórn lífeyrissjóðsins!

Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til vefmiðlanna að þeir fari rétt með helstu staðreyndir. Mbl. hefur það þó á hreinu að Margrét fer með formennsku í SVÞ.

Svo er það annað mál hvort fulltrúar verkalýðshreyfinga séu hæfari stjórnarmenn í lífeyrissjóðum en fulltrúar atvinnurekenda. Væri ekki best að sjóðsfélagar kysu sína fulltrúa sjálfir með beinum hætti?


mbl.is FME enn að skoða hæfi stjórnarmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Svona villur eru alltof algengar, því miður.

Einar Guðjónsson, 11.9.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband