Endurtaka Eyrisfeðgar leikinn?

Útnefningar viðskiptablaðanna á viðskiptafrömuðum ársins hafa oftar en ekki vakið hlátur í ljósi sögunnar þannig að blaðamenn og dómnefndir hafa orðið að læðast með veggjum. Björgólfur Thor, Hannes Þór og Jón Ásgeir hafa allir brotlent harkalega og skilið eftir sig sviðna jörð. Hins vegar gæti farið svo að útnefning Viðskiptablaðsins á viðskiptamanni ársins 2008 sé vísbending um það að hinn útnefndi gæti endurtekið leikinn. Viðskiptablaðið tilnefndi nefnilega Árna Odd Þórðarson, forstjóra Eyris Invest sem er kjölfestufjárfestir í Marel og Össuri.

Eyrir bar mun minna tjón af bankahruninu en aðrar viðskiptablokkir á Íslandi þar sem félagið hafði litla stöðu í bankageiranum. Á móti var staða Eyris kannski ekki svo glæsileg þar sem félagið sá fram á þunga endurfjármögnun á árinu 2009. Nú hefur hún verið tryggð með skuldbreytingu og framlengingu skuldabréfaflokks til ársins 2011 og Eyrir Invest græðir á tá og fingri þessa dagana sökum gengishækkana í stoðtækjaframleiðandum Össuri. Þó verður að telja líklegt að Eyrir muni fremur einbeita sér að Marel og Stork en Össuri þegar tímar líða og líklega selja hlut sinn í stoðtækjaframleiðandum.

Frá því að fréttir bárust á vormánuðum um mögulegt yfirtökutilboð í Össur hefur markaðsverðmæti félagsins hækkað um 80%. Ekkert tilboð hefur þó verið lagt fram (kannski sem betur fer fyrir hluthafa) en fyrirtækið er nú komið í dönsku kauphöllina og hefur vakið töluverða athygli í gömlu herraþjóðinni. Talsverðar hækkanir hafa þannig orðið á gengi bréfanna eftir að viðskipti hófust í Kaupmannahöfn. Þetta hefur komið sér vel fyrir Eyrir með sinn fimmtungshlut í Össuri. Stjórnendur félagsins, með Jón Sigurðsson í broddi fylkingar, misstu því miður af allri þessari hækkun því þeir voru neyddir til að selja bréf sín í veðkalli um svipað leyti og orðrómur fór af stað um yfirtöku. Danski fjárfestingarsjóðurinn William Demant hrifsaði til sín bréf stjórneda og keypti þar fimm prósent hlut á tombóluverði. Eyrisfeðgar hafa hins vegar komist klakklaust í gegnum hafrót á fjármálamörkuðum og stefna á viðurkenningar viðskiptablaðanna.

 


mbl.is Enn hækkar úrvalsvísitalan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband