Danskir skattpeningar í íslenskt hagkerfi?

Ég heyri það út undan mér að mögulega muni Föroya Banki kaupa Sjóvá á næstunni. Þessi stærsti banki Færeyja á og rekur tryggingafélagið Trygd sem vill ná fótfestu á íslenska tryggingamarkaðnum. Færeyingar hafa svo sem sýnt Sjóvá áhuga en fyrr á árinu lýstu innlendir og erlendar fjárfestar yfir áhuga sínum að eignast tryggingafélagið.

Á föstudaginn samþykktu hluthafar í færeyska bankanum að heimila stjórn hans að sækja um fimm milljarða króna víkjandi lán frá danska ríkinu, úr svokölluðum "Bankapakka 2". Fjárhagslegur styrkur bankans er talsverður fyrir framlagið og reyndar var eiginfjárhlutfall A (CAD) 22% í lok júní sem er mun hærri tala en hjá hinum endurreistu íslensku bönkum. Framlagið frá danska ríkinu hefur verið hugsað til að taka yfir önnur fjármálafyrirtæki á góðu verði.

Eigendur Sjóvár eru skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki sem dældu samanlagt sextán milljörðum króna inn í félagið með fulltingi ríkissjóðs til að bjarga tryggingarisanum frá óumflýjanlegu þroti fyrr í sumar.

Ef þetta gengur eftir mun sá gamli draumur rætast að erlendir fjárfestar komi að íslenska fjármálakerfinu og það á eigin forsendum. Það skyldi þó ekki að vera eftir allt saman að danskur skattpeningur verði til þess að blása lífí í jökulkalt íslenskt hagkerfi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki ráð hjá vinum okkar Íslendinga í Föroya Banki, að opna útibú hér sem banki. Það kostar ekki mikið, og ég er handviss um að á fyrsta degi fengju þeir allan landslíð til sín í viðskifti. Fólk er einfaldlega búið að fá ógeð á innlenda bankakerfinu og spillingunni þar.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 22:51

2 identicon

En bara hið besta mál að fá samkeppni í tryggingamarkaðinn líka.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég segi bara velkomnir til helvítis.

Eyjólfur G Svavarsson, 27.8.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband