Smjörklípuaðferðin

Valitor grípur til aðferðar sem beitt hefur verið í íslenskum stjórnmálum á undanförnum árum með góðum árangri og kallast smjörklípuaðferðin, þ.e. að snúa vörn í sókn með því að benda á eitthvað annað. Til þess að rifja upp skammtímaminni lesenda þá var einmitt gerð húsleit í höfuðstöðvum Valitors í byrjun mánaðarins að undirlagi Borgunar. Valitor var enn og aftur gefið að sök að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu.

Í ársbyrjun 2008 féllust Greiðslumiðlun (Valitor), Kreditkort (Borgun) og Fjölgreiðslumiðlun á að hafa brotið gegn bannákvæðum samkeppnislaga og greiddu samanlagt 735 milljónir kr. í stjórnvaldssektir. Viðurkenndu fyrirtækin að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu með aðgerðum sem beindust gagnvart Kortaþjónustunni. Greiðslumiðlun greiddi þar af 385 milljónir króna.

Ætli þessar 735 milljónir hafi dugað til að bæta upp það tjón sem fyrirtæki og neytendur urðu fyrir með hærri kortagjöldum og hærra vöruverði?


mbl.is Segja Kortaþjónustuna iðna við kvartanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er tvíbent, varla hafa þær dugað og svo fóru þær ekki til tjónþola.Held að verði að

gera  lögin grimmari hér.T.d. með upptöku eigna og fangelsisrefsingu því við erum í sömu sporum og Bandaríkin A.D. 1909. 

Einar Guðjónsson, 13.7.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband