Skjótið varðhundana

Fjármálaeftirlitið hefur til rannsóknar mál fjögurra blaðamanna, Agnesar Bragadóttur, Egils Helgasonar, Kristins Hrafnssonar og Þorbjörns Þórðarsonar, sem hugsanlega hafa gerst brotleg við lög um fjármálafyrirtæki. Agnes og Þorbjörn eru m.a. sökuð um að hafa brotið bankaleynd með því að birta upplýsingar úr lánabókum GLB og KAUP.

Það þarf ekki einu sinni leikmann til þess að átta sig á því að lög um fjármálafyrirtæki hafa verið sveigð og beygð með illilegum hætti á undanförnum árum. Þarf ekki nema að benda á þær greinar sem snúa að ábyrgð stjórnarmanna, starfsmanna og endurskoðenda.

Íslenskir fjölmiðlar hafa verið sprækir eftir bankahrunið og birt upplýsingar um ýmsa þætti þess í þágu almannahagsmuna. Upplýsingar leka greinilega til fjölmiðla úr öllum áttum, stjórnendum bankanna til mikillar armæðu og virðist sem að rannsókn FME á málefnum blaðamannanna sé að einhverju leyti tilkomin vegna þrýstings frá bönkunum. Bankamenn sem ég tala við gráta enn yfir örlögum sínum og eru fljótir að benda á fjölmiðla sem sökudólga. Þeir stóðu ekki vaktina og birta nú villandi upplýsingar úr gömlu og nýju bönkunum.

Það kæmi mér svo sem ekkert á óvart að fyrsta fólkið, sem yrði varpað í fangelsi vegna bankahrunsins, væru blaðamenn, sem voru að veita almenningi upplýsingar, en ekki eigendur banka, forstjórar og bankastjórar, stjórnmálamenn, endurskoðendur, forsvarsmenn lífeyrissjóða, höfundar peningamálastefnunnar og yfirmenn FME - svo ekki sé minnst á þátt ráðuneytisstjórann Baldurs Guðlaugssonar sem seldi bréfin sín í krafti innherjaupplýsinga eða Gordon Brown sem tók Kaupþing niður.

Ekki veit ég t.d. að dönsku blaðamennirnir, sem voru mataðir af upplýsingum frá skandinavískum bönkum, sem sáu ofsjónum sínum yfir velgengni íslenskra banka, hafi þurft að sæta viðlíka rannsókn frá FME. Enda voru dönsku blaðamennirnir afgreiddir sem vitleysingar af íslensku viðskiptalífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvita verða blaðamenn fyrstir fangelsaðir vegna bankahrunsins, síðan bloggarar og spjallþráðaskrifarar þetta rusl lið er að eyðaleggja fyrir MAFÍUNNI innan bankanna-stjórnmálflokka  xD, xS og xB,,,,með því að vera skrifa og fjalla um bankahrunið sem fjárglæpalýðurinn var staðin að, en MAFÍU- Nazistaflokkurinn gerði ekki nokkurn skapaðan hlut í haust eftir hrunið, það var verið að bjarga  flokksmönnum frá glæpnum sem það framkvæmdi, nú jarma þeir hæst vegna ICESAVE sem þeir sjálfir eru valdir af, er nokkur furða að erlent stjórnmála og bisness fólk er gáttað á þessu að engar eru frystar eigur og eða fangelsaður, sama fólkið er stóð að ICESAVE er enn að að versla og selja fyrir milljarða OG ÞAÐ MÁ ALLS EKKI HRÓFLA VIÐ ÞESSU LIÐI, ef einhver gerist svo djarfur þá á hann yfir sér handtöku, hver á að skilja þessa Víkingaöld  hér á ÍSLANDI !!!......

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 14:05

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Eggert minn þetta lið sem lét hæst fær sennilegast í 95% tilvika frjálst spil, svona 2-3 þeir leiðinlegustu vera dæmdir. Það er þegar byrjað að mylja undir þetta lið aftur. Skoaðaðu bankana það er að uppistöðu til sama fólkið þarna alllsstaðar ekki rétt, nema kannski rétt topparnir á ísjakanum sem stóðu upp úr vatni - aðrir eru þarna og maður heyrir sögur sem að maður er gáttaður yfir yfir framkomu ýmissa þeirra er enn sitja.

Gísli Foster Hjartarson, 13.7.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jú ég held einmitt að þetta verði röðin, en Gísli er ekki ástæða til að koma þessum sögum útí samfélagið sem þú ert að heyra?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.7.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband