28.5.2009 | 19:42
Alfesca á útleið
Tilboð fjárfestahópsins undir forystu Lur Berri Holding SAS og Ólafs Ólafssonar í Samskipum er tæplega þriðjungi hærra en síðasta markaðsgengi Alfesca. Hafa ber í huga að viðskipti með hlutabréf í Alfesca eru fátíð og hafi eignarhald verið þröngt fyrir þá er það í dag orðið afar samþjappað þar sem hópurinn ræður beint og óbeint um 80% hlutafjár. Þar af leiðandi myndi maður halda að almennir hluthafar ættu að vera sáttir með yfirtökuverðið. Yfirtökugengið er þó svipað í íslenskum krónum og það var fyrir bankahrun. Verðið bíður hins vegar upp á góð tækifæri fyrir kaupendur þegar horft er fram á veginn, skuldsetning er lítil og stjórnendateymið er öflugt.
Nú lítur út fyrir að enn eitt fyrirtækið yfirgefið Kauphöllina og er orðið fátt um fína drætti þar. En tilboðið kemur varla á óvart því að Alfesca, sem varð til úr SÍF, er að meginstofni franskt matvælafyrirtæki.
Yfirtökutilboð í Alfesca | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.