Smáralindin í eigu ríkisins

Þá er það formlega ljóst að Smáralindin, stærsta verslanamiðstöð landsins, er alfarið komið í eigu ríkisbankanna. Ég get ekki ímyndað mér að þetta hafi einhver á hrif á verslun í Smáralind. Sannir föðurlandsvinir hljóta nú að leggja leið sína í Kópavoginn.

 En það verður fróðlegt að sjá hvaða banki tekur Smáralindina á endanum yfir. Ég tippa á Landsbankann.


mbl.is Saxbygg í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frekar Íslandsbanki, sem á hin 48 prósentin af reðrinum nú þegar...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.5.2009 kl. 14:19

2 identicon

Íslenska ríkið mun vera stoltur eigandi eins stærsta reðurs í heimi

Óskar Steinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 16:23

3 identicon

Ef maður skilur þetta rétt þá er það eigandi hússins sem er kominn í þrot, en rekstraraðilinn er enn á lífi og leigir þá húsið af ríkinu framvegis... eða hvað!

Óli Ágúst (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:04

4 identicon

Furðuleg umræða hjá mönnum að það sé einhver “ríkisvæðing” þó bankarnir leysi til sín gjaldþrota fyrirtæki. (Ríkisvæðing er nýyrði yfir það sem heitir þjóðnýting)

Þetta er ekki þjóðnýting fyrir fimmaura.Þetta heitir að taka upp í skuld.

Það sem er að gerast er að bankarnir eru að leysa til sín þrotabú mannanna sem skuldsettu hana. 

Bara sjálfsagt mál að þjóðin leysi þrotabúin til sín og reyni að búa til verðmæti úr þeim hvort sem það eru bankar eða bókabúðir eða eignarhaldsfélög.

Síðar þegar hagur vænkast verða þessar eignir þjóðarinnar seldar upp í skuldirnar sem eigendurnir stofnuðu til.

Það léttir vonandi á skulda- og skattbyrðinni síðar

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:16

5 Smámynd: Eggert Þór Aðalsteinsson

Guðmundur: Þetta gæti verið Íslandsbanki en ég held bara að Landsbankinn sé langstærsti kröfuhafinn.

Jón: Það eru ekki mín orð að það sé neikvætt að ríkisbankar taki Smáralind yfir. Sem verslanaeigandi í Smáralind tel ég það bara vera jákvætt, enda fylgir því sterkara eignarhald. Á hins vegar ekki von á því að ríkið ætli sér að reka verslanamiðstöð til langframa.

Eggert Þór Aðalsteinsson, 15.5.2009 kl. 22:32

6 Smámynd: Einar Karl

Jón: Væri þetta jafn "sjálfsagt" ef þú ætti fyrirtæki í samkeppni við bókabúðir og bílaumboð, sem nú eru rekin áfram á forræði ríkisbanka?

Er það jafnræði að fyrirtæki rekin af varfærni sem hafa staðist umrótið þurfi áfram að keppa við fyrirtæki, sem sum uxu hratt vegna óábyrgrar lántöku og skuldsetningar?

Einar Karl, 16.5.2009 kl. 10:43

7 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Það er ekkert orðið ljóst um það að Smáralindin sé komin í eigu ríkisins. Kröfuhafar í þrotabú gömlu bankanna eru næst því að teljast eigendur hennar. Síðan er eftir að meta verðmæti þessara krafna áður en hægt verður að semja um á hvaða verði nýju ríkisbankarnir kaupa þessar kröfur.

Nú eru farnar að heyrast raddir um að nýju ríkisbankarnir séu að setja sig í of mikla á hættu með því að taka yfir eitthvað af þessum kröfum. Heppilegast væri að taka einungis yfir innlán og fasteignir.

Nú er orðið ljóst að matið dregst a.m.k. fram á sumar þannig að enn eykst óvissan í niðurstöðu þessa máls.

Finnur Hrafn Jónsson, 16.5.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband