13.4.2009 | 23:56
Lansinn og flokkurinn
Hinn hái styrkur Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins á árinu 2006 hlýtur að styrkja kenningasmiði samsæra og baktjaldamakks enn frekar í trúnni um að Landsbankinn hafi notið sérstakrar velvildrar ráðandi afla. Bankinn var nú einu sinni seldur mönnum sem tengdust flokknum og sat framkvæmdastjóri flokksins í bankastjórninni um langt skeið. Þá störfuðu fjölmargir áberandi sjálfstæðismenn í framvarðarsveit Landsbankans.
Í heimi þar sem Landsbankinn og Kaupþing voru de facto ríki í ríkinu, og forsvarsmenn og eigendur hvors banka yrtu varla á hvern annan nema af illri nauðsyn, held ég að þetta nána samband Landsbankans og Sjálfstæðisflokksins hafi vakið tortryggni víða. Var Landsbankanum legið á hálsi að sitja að trúnaðarupplýsingum úr stjórnarráðinu sem aðrir höfðu ekki. Þar má til dæmis nefna þessi skuldabréfaviðskipti bankans eftir að ríkisstjórnin gerði breytingar á Íbúðalánasjóði.
Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að rifja þetta skuldabréfamál upp. Rámar í að hafa séð einhvers staðar að þáverandi yfirmaður verðbréfasviðs Lansans, hefði verið ráðgjafi ríkistjórnarinnar í málunum vegna Íbúðarlánasjóðs.
AK-72, 14.4.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.